Orkustofnun hefur á þessu ári veitt einn styrk að upphæð 500.000 kr. vegna rannsókna eða námsverkefna til meistaraprófs (MSc.) á sviði smávirkjana til raforkuframleiðslu. Ætlunin er að veita annan slíkan styrk á árinu og er markmið með styrkveitingunni að stuðla að aðgengilegu efni fyrir þá sem hyggjast nýta landgæði til framleiðslu raforku í byggðum landsins.
(meira…)
Nánar
Kynningarráðstefna um verkefni á sviði endurnýjanlegrar orku
Nýtt tímabil Uppbyggingarsjóðs EES 2014–2021
Á umliðnum mánuðum hefur utanríkisráðuneytið og
Orkustofnun unnið að undirbúningi fyrir nýtt tímabil Uppbyggingarsjóðs EES
2014–2021 er varðar endurnýjanlega orku, í samstafi við aðila í Rúmeníu,
Búlgaríu og Póllandi og samstarfsaðila í Noregi og Uppbyggingarsjóð EES í
Brussel. Meginmarkmið er að draga úr losun gróðurhúsaloftegunda og auka
orkuöryggi viðkomandi landa, með því að auka notkun endurnýjanlega orku, með
sérstaka áherslu á jarðvar...
Nánar
Uppbygging flutningskerfis raforku – Hver er staðan í þinni heimabyggð?
Landsnet kynna á næstu vikum drög að nýrri kerfisáætlun 2019-2028 á opnum kynningarfundum víðs vegar um land.
Á fundunum verður kerfisáætlunin kynnt og fundargestum gefst tækifæri til að spyrja og hitta fólkið sem vinnur að gerð áætlunarinnar, drekka með þeim kaffibolla og fá að heyra hvað verið er að gera til að tryggja leiðina inn í framtíðina, sem verður rafmagnaðri en áður.
(meira…)
Nánar
Umsögn um mótun opinberrar orkustefnu, 1. áfangi
Reykjavík, 13. febrúar 2019
Stjórn Samtaka orkusveitarfélaga samþykkti á 35. fundi sínum eftirfarandi bókun vegna mótunar opinberrar orkustefnu 1. áfanga, mál nr. S-125/2018, sem er nú til umsagnar á samráðsgátt stjórnarráðsins:
(meira…)
Nánar
Nýjar aðferðir við orkuöflun
Eftirspurn eftir raforku er nú þegar umfram framboð hér á landi, segir í nýrri skýrslu sem ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur látið gera um nýjar aðferðir við orkuöflun. Vindorka, lítil vatnsorkuver og varmaorka eru þeir orkukostir sem taldir eru líklegastir til að leysa úr stóraukinni orkuþörf á næstu áratugum. Sveitarfélög gegna lykilhlutverki fyrir orkubúskap þjóðarinnar.
(meira…)
Nánar
Aðalfundur 2018
Aðalfundur Samtaka orkusveitarfélaga verður haldinn á Hilton Reykjavík Nordica, miðvikudaginn 10. október, kl. 15:00.
Dagskrá
1.
Skýrsla stjórnar
2.
Ársreikningar lagðir fram
3.
Starfs- og fjárhagsáætlun lögð fram ásamt ákvörðun um árgjöld og þóknun til stjórnar
4.
Lagabreytingar
5.
Kosning formanns stjórnar, annarra stjórnarmanna og varastjórnar til tveggja ára
6.
Kosning tveggja skoðunarmanna og tveggja til vara til tveggja ára
7.
Aðildargjöld
8.
Önnur mál
Dagskráin er ky...
Nánar
Jólakveðja
BBC fjallar um djúpboranir á Íslandi
Á vef BBC má finna ansi áhugaverða umfjöllun um jarðvarmaveitur á Íslandi. Í fréttinni er fjallað um dýpstu borholu sem boruð hefur verið á Íslandi sem er rétt ríflega tveggja kílómetra djúp. Í fréttinni segir að borinn hafi fest sig í sífellu og ýmsar aðferðir hafi verið reyndar til að losa hann, saltsýru hellt í borholuna, en þegar betur var að gáð hafði borinn komist í snertingu við fljótandi hraun og féll holan saman.
Í greininni er rætt við marga íslenska fræðimenn, m.a. við Guðmund Frið...
Nánar
Jólakveðja
Ný stjórn samtakanna
Stefán Bogi Sveinsson, bæjarfulltrúi á Fljótsdalshéraði, var kjörinn formaður Samtaka orkusveitarfélaga á aðalfundi samtakanna sem fram fór í liðinni viku. Stefán Bogi tekur nú við formennskunni af Gunnari Þorgeirssyni, oddvita Grímsnes- og Grafningshrepps.
Á fundinum var einnig samþykkt inntökubeiðni Blönduósbæjar í samtökin og eru aðildarsveitarfélögin þar með orðin 21 talsins.
Samtök orkusveitarfélaga voru stofnuð árið 2011 og er markmið þeirra einkum að standa vörð um hagsmuni aðildars...
Nánar