Haustfundur Landsvirkjunar

Þriðjudaginn  25. nóvember sl. var haustfundur Landsvirkjunar haldinn. Á þeim fundi var fjallað um spennandi áskoranir og tækifæri sem Íslendingar standa frammi fyrir í orkuvinnslu og raforkusölu. Fundurinn var mjög áhugaverður og þeir sem hafa áhuga geta nálgast upptökur af fundinum hér: Upptaka af Haustfundi Landsvirkjunar Formaður og starfsmaður samtakanna mættu á fundinn og komu eftirfarandi fyrirspurn á framfæri. Fyrirspurn Gunnars Þorgeirssonar á fundinum.
Nánar

Ný stjórn

Ný stjórn var kjörin á aðalfundi Samtaka orkusveitarfélaga í dag, föstudaginn 10. október. Nýja stjórnin situr í tvö ár eða til ársins 2016. Í nýrri stjórn sitja: Stjórn 2014-2016 Formaður Gunnar Þorgeirsson Grímsnes- og Grafningshreppur Aðalstjórn Bryndís Gunnlaugsdóttir Grindavíkurbær Jón Óskar Pétursson Skútustaðahreppur Unnur Lára Bryde Hafnarfjarðarbær Stefán Bogi Sveinsson Fljótsdalshérað Anna Lóa Ólafsdóttir Reykjanesbær Árni Eiríksson Flóahreppur Varastjórn Jón Björ...
Nánar

Kynningafundir Samtaka orkusveitarfélaga

Í næstu viku mun Stefán Bogi Sveinsson, formaður Samtaka orkusveitarfélaga, ferðast um landið og halda fundi um málefni samtakanna. Á fundunum mun hann fara yfir markmið og tilgang samtakanna sem og kynna stefnumörkun þeirra. Öllum kjörnum fulltrúum sem og framkvæmdastjórum sveitarfélaga er boðið að mæta á kynningarfundina til að kynna sér starfsemina. Fundirnir verða á eftirtöldum stöðum: Hafnarfirði, 16. september kl. 11:00, í fundarsalnum Krosseyri við Linnetstíg 3 (salurinn er á 4. hæ...
Nánar

Gleðileg nýtt ár

Samtök orkusveitarfélaga senda aðildarsveitarfélögum bestu óskir um gleðilega jólahátíð og farsæld á nýju ári með þakklæti fyrir samstarfið á árinu sem er að líða.
Nánar

Fá 1,7 milljónir evra í styrk

Íslenskar orkurannsóknir, ÍSOR, taka þátt í evrópsku rannsóknarverkefni varðandi nýjar aðferðir til að rannsaka og meta jarðhitakerfi. Styrkupphæð til Íslands nemur 1,7 milljónum evra, sem svarar til 280 milljónum króna. Rannsóknarverkefnið nefnist IMAGE (Integrated Methods for Advanced Geothermal Exploration) og er til næstu fjögurra ára. „Markmið verkefnisins er að þróa nýjar aðferðir til að rannsaka og meta jarðhitakerfi og staðsetja borholur með markvissari hætti. Vonast er til að hægt...
Nánar

Orkufundur 2013

Þann 4. október 2013 verður orkufundur Samtaka orkusveitarfélaga haldinn. Fundurinn verður haldinn á Hilton í tengslum við fjármálaráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga en fundurinn er hugsaður sem almennur kynningar- og fræðslufundur fyrir starfsmenn, stjórnendur og bæjarfulltrúa aðildarsveitarfélaga. Orkufundurinn er þó opinn öllum. Skráning á orkufundinn en dagskrá og nánari upplýsingar verða sendar út þegar nær dregur.  
Nánar

Fundur með iðnaðarráðherra

Þann 10. júlí sl. fundaði stjórn Samtaka orkusveitarfélaga með iðnaðarráðherra. Tilgangur fundarins var að kynna samtökin fyrir ráðherra og ræða við hana um helstu áherslur samtakanna. Fundurinn gekk vel og var ráðherra afhent minnisblað þar sem fjallað var stuttlega um samtökin. Minnisblaðið má nálgast hér: (sjá viðhengi) Næsti fundur stjórnar verður haldinn 28. ágúst nk. og á þeim fundi verður stefnumörkun samtakanna tekin fyrir en engar athugasemdir bárust frá aðildarsveitarfélögum.
Nánar