Styrkir til orkuskipta

Orku- og loftslagsráðherra hefur ákveðið að auglýstir verðir styrkir til orkuskipta að upphæð 900 milljónir kr. af þeim fjárveitingum sem veittar eru til loftslags- og orkumála í ár. Styrkirnir eru liður í aðgerðum stjórnvalda í loftslagsmálum og orkuskiptum og eru styrkflokkar í samræmi við stefnu stjórnvalda um að styðja við orkuskipti á landsvísu. Áhersla er lögð á vistvæna orkunýtingu, sem og að styðja við orkuskipti í samgöngum um land allt. Styrkirnir sem auglýstir eru nú eru almennir ...
Nánar

Vinnustofa um orkumál – 9. mars

Samtök orkusveitarfélaga eru að vinna að stefnumörkun fyrir samtökin og eitt af markmiðum þeirra er að sameina orkusveitarfélög um ákjósanlegar leiðir til innheimtu sanngjarnra skatta og auðlindarentu er fela í sér auknar tekjur til sveitarfélaga sem verða fyrir áhrifum af orkuvinnslu. Stjórn samtakanna hefur sett saman starfsnefnd um breytingar á tekjum og lagaumhverfi vegna orkuvinnslu. Hlutverk nefndarinnar er að vinna tillögur að breytingum sem varða tekjur sveitarfélaga af orkuframleiðs...
Nánar

Upplýsingafundur um orkumál

Stjórn Samtaka orkusveitarfélaga lagði fram bókun um orkuskipti á stjórnarfundi sínum þann 17. febrúar síðastliðinn. Á sama fundi var stofnuð starfsnefnd sem hefur það hlutverk að vinna tillögur að breytingum hvað varðar tekjur sveitarfélaga af orkuframleiðslu, leggja fram drög að nýju lagaumhverfi um orkuvinnslu á Íslandi og koma á virku samtali allra hagaðila í samráði við stjórn samtaka orkusveitarfélaga. Í kjölfarið vill stjórn Samtaka orkusveitarfélaga hér með boða alla kjörna fulltr...
Nánar

Vindorkuhópur skilar verkefni í áföngum

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur fallist á beiðni starfshóps um málefni vindorku, sem ráðherra skipaði í sumar,  um að skila verkefninu í áföngum. Ráðherra greindi frá þessu á ríkisstjórnarfundi í gær, en hópurinn átti að skila niðurstöðum sínum og drögum að lagafrumvarpi 1. febrúar. Samkvæmt breytingunum mun hópurinn skila samantekt þar sem dregin verða fram þau atriði sem starfshópurinn hefur verið að fjalla um og sem heppilegt kann að vera að fái opinbera umræðu, áður en enda...
Nánar

Einföldun á regluverki í þágu smávirkjana

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur kynnt í Samráðsgátt stjórnvalda drög að reglugerð sem ætlað er að bæta rekstrarumhverfi smávirkjana. Reglugerðin er hluti af tillögum starfshóps sem ráðherra skipaði árið 2020 með það að markmiði að bæta starfsumhverfi smávirkjana, með sérstakri áherslu á gjaldtöku vegna tenginga þeirra við dreifikerfi raforku. Í reglugerðardrögunum er með ítarlegum og skýrum hætti fjallað um kerfisframlag vegna slíkra tenginga, undir formerkjum ...
Nánar

Norræn hrein orka – valkostir í lausnum fyrir kolefnishlutleysi

Norrænar orkurannsóknir (Nordic Energy Research), kynna skýrslu um verkefnið - Norræn hrein orka– sviðsmyndir í lausnum fyrir kolefnishlutleysi, þann 7. september 8.00–9.35, á vefnum. Skýrslan fjallar um valkosti og möguleika á kolefnishlutleysi á Norðurlöndunum, en einnig verða pallborðsumræður og fyrirspurnir. Skýrslan lýsir norræna orkukerfinu og sýnir í þremur sviðsmyndum hvernig Norðurlöndin geta náð þeirri sýn að verða sjálfbærasta og samþættasta svæði í heimi 2030, með því að gera...
Nánar

Orkufundi 2021 FRESTAÐ!

Vegna slakrar þátttöku hefur verið ákveðið að fresta orkufundi 2021, sem fyrirhugað var að halda 28. maí, um óákveðinn tíma. Þeir sem þegar hafa skráð sig á fundinn munu fá sent fundarboð þegar ný tímasetning hefur verið ákveðin og opnað verður að nýju fyrir skráningu.
Nánar

Kvörtun Samtaka orkusveitarfélaga til Eftirlitsstofnunar EFTA

Samtök orkusveitarfélaga (SO) sendu í dag erindi til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) fyrir meint brot íslenska ríkisins á ákvæðum EES-samningsins um ríkisstyrki. Meginefni kvörtunar varðar ákvæði 3. tl. 1. mgr. 26. gr. laga nr. 6/2001 um skráningu og mat fasteigna. Samkvæmt ákvæðinu eru rafveitur, þar á meðal línur til flutnings raforku ásamt burðarstólpum og spennistöðvum, undanþegnar fasteignamati. Hins vegar skal meta eftir venjulegum reglum hús, sem reist eru yfir aflstöðvar og spennistöðv...
Nánar

Orkufundur 2021 – FRESTAÐ!

Orkufundinum hefur verið frestað!! Orkufundur á vegum Samtaka orkusveitarfélaga verður haldinn í Ráðhúsi Ölfuss 28. maí undir yfirskriftinni Orka og matvælaframleiðsla. Fundurinn hefst kl 14:30 og er gert ráð fyrir að honum ljúki kl: 17:00. Þau sem verða með erindi eru: Elliði Vignisson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins ÖlfussHörn Heiðarsdóttir, framkvæmdastjóri Earth 2.0Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka ÍslandsSesselja Ingibjörg Barðdal Reynisdóttir, framkvæmdastjóri EimsSveinn Aðals...
Nánar