Veffundur um skattlagningu orkuvinnslu

Kynningarfundur Samtaka orkusveitarfélaga og Sambands íslenskra sveitarfélaga um tillögur starfshóps um skattlagningu orkuvinnslu. Fundurinn verður haldinn á Teams mánudaginn 22. apríl kl. 11:00. Nauðsynlegt er að skrá sig á fundinn. Teams tengill verður sendur til skráðra þátttakenda að morgni fundardags. (meira…)
Nánar

Orka, vatn og jarðefni – Ársfundur Orkustofnunar

Ársfundur Orkustofnunar verður haldinn í Norðurljósum í Hörpu föstudaginn 9. júní á milli kl. 9 til 11:30. Húsið opnar kl: 8:30 og boðið er upp á morgunhressingu.  Samfélag okkar stendur á tímamótum í orkumálum með innleiðingu orkuskipta og mikilvægt er að það sé gert af alúð og í þágu samfélagsins. Orkustofnun leggur ríka áherslu á að svo sé gert og hvetur alla sem láta sig málin varða að koma til fundarins.  Á ársfundinum verður farið yfir starfsemina á árinu 2022 og varpað lj...
Nánar

Umsögn stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga um vindorkuskýrslu

Stjórn Samtaka orkusveitarfélaga bókaði eftirfarandi á stjórnarfundi í dag 16. maí: Vindorka, valkostir og greining - 2201001SORætt var um skýrslu Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins „Vindorka - valkostir og greining“.Stjórn fékk Guðjón Bragason lögfræðing til að vinna og setja saman umsögn um vindorkuskýrsluna fyrir hönd samtakanna. Samantekt um efni umsagnar Nærsamfélag orkuvinnslu á ekki og getur ekki fórnað sinni náttúru og auðlindum án þess að njóta sanngjarns ávinnings...
Nánar

Styrkir til orkuskipta

Orku- og loftslagsráðherra hefur ákveðið að auglýstir verðir styrkir til orkuskipta að upphæð 900 milljónir kr. af þeim fjárveitingum sem veittar eru til loftslags- og orkumála í ár. Styrkirnir eru liður í aðgerðum stjórnvalda í loftslagsmálum og orkuskiptum og eru styrkflokkar í samræmi við stefnu stjórnvalda um að styðja við orkuskipti á landsvísu. Áhersla er lögð á vistvæna orkunýtingu, sem og að styðja við orkuskipti í samgöngum um land allt. Styrkirnir sem auglýstir eru nú eru almennir ...
Nánar

Vinnustofa um orkumál – 9. mars

Samtök orkusveitarfélaga eru að vinna að stefnumörkun fyrir samtökin og eitt af markmiðum þeirra er að sameina orkusveitarfélög um ákjósanlegar leiðir til innheimtu sanngjarnra skatta og auðlindarentu er fela í sér auknar tekjur til sveitarfélaga sem verða fyrir áhrifum af orkuvinnslu. Stjórn samtakanna hefur sett saman starfsnefnd um breytingar á tekjum og lagaumhverfi vegna orkuvinnslu. Hlutverk nefndarinnar er að vinna tillögur að breytingum sem varða tekjur sveitarfélaga af orkuframleiðs...
Nánar

Upplýsingafundur um orkumál

Stjórn Samtaka orkusveitarfélaga lagði fram bókun um orkuskipti á stjórnarfundi sínum þann 17. febrúar síðastliðinn. Á sama fundi var stofnuð starfsnefnd sem hefur það hlutverk að vinna tillögur að breytingum hvað varðar tekjur sveitarfélaga af orkuframleiðslu, leggja fram drög að nýju lagaumhverfi um orkuvinnslu á Íslandi og koma á virku samtali allra hagaðila í samráði við stjórn samtaka orkusveitarfélaga. Í kjölfarið vill stjórn Samtaka orkusveitarfélaga hér með boða alla kjörna fulltr...
Nánar

Vindorkuhópur skilar verkefni í áföngum

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur fallist á beiðni starfshóps um málefni vindorku, sem ráðherra skipaði í sumar,  um að skila verkefninu í áföngum. Ráðherra greindi frá þessu á ríkisstjórnarfundi í gær, en hópurinn átti að skila niðurstöðum sínum og drögum að lagafrumvarpi 1. febrúar. Samkvæmt breytingunum mun hópurinn skila samantekt þar sem dregin verða fram þau atriði sem starfshópurinn hefur verið að fjalla um og sem heppilegt kann að vera að fái opinbera umræðu, áður en enda...
Nánar

Einföldun á regluverki í þágu smávirkjana

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur kynnt í Samráðsgátt stjórnvalda drög að reglugerð sem ætlað er að bæta rekstrarumhverfi smávirkjana. Reglugerðin er hluti af tillögum starfshóps sem ráðherra skipaði árið 2020 með það að markmiði að bæta starfsumhverfi smávirkjana, með sérstakri áherslu á gjaldtöku vegna tenginga þeirra við dreifikerfi raforku. Í reglugerðardrögunum er með ítarlegum og skýrum hætti fjallað um kerfisframlag vegna slíkra tenginga, undir formerkjum ...
Nánar