Vinnustofa um orkumál – 9. mars

Samtök orkusveitarfélaga eru að vinna að stefnumörkun fyrir samtökin og eitt af markmiðum þeirra er að sameina orkusveitarfélög um ákjósanlegar leiðir til innheimtu sanngjarnra skatta og auðlindarentu er fela í sér auknar tekjur til sveitarfélaga sem verða fyrir áhrifum af orkuvinnslu.

Stjórn samtakanna hefur sett saman starfsnefnd um breytingar á tekjum og lagaumhverfi vegna orkuvinnslu. Hlutverk nefndarinnar er að vinna tillögur að breytingum sem varða tekjur sveitarfélaga af orkuframleiðslu, leggja fram drög að nýju lagaumhverfi um orkuvinnslu á Íslandi og koma á virku samtali allra hagaðila í samráði við stjórn samtakanna.

Starfsnefndin og stjórn Samtaka orkusveitarfélaga boðar því til vinnustofu um skilgreiningu á nærsamfélagi orkuvinnslu og ákjósanlegar leiðir til innheimtu tekna til sveitarfélaga sem fulltrúi nærsamfélagsins.

Er öllum kjörnum fulltrúum sveitarstjórna aðildarsveitarfélaga og sveitarstjórum boðin þátttaka.

Vinnustofan fer fram á Teams, fimmtudaginn 9. mars kl. 9:00-11:00. Þátttakendur eru hvattir til þess að undirbúa sig fyrir vinnustofuna með því að horfa á upptöku af upplýsingafundi samtakanna um vinnu starfsnefndarinnar er haldinn var fimmtudaginn 2. mars. Þannig er hægt að tryggja markvissari vinnu á vinnustofunni. Tengill á upptöku frá fundinum 2. mars.  

Nauðsynlegt er að skrá sig á fundinn.

Fundartengill á Teams verður sendur út að morgni 9. mars.

Tvær vinnustofur verða á fundinum og er æskilegt að fulltrúar sveitarfélaga skipti með sér verkum þannig að sveitarfélagið taki virkan þátt í báðum vinnustofunum.

Fyrri hluti – Skilgreining á nærsamfélagi orkuvinnslu – vinsamlegast veljið vinnustofu

  • Skilgreina nærsamfélag vatnsafls
  • Skilgreina nærsamfélag vindafls
  • Skilgreina nærsamfélag varmaafls
  • Skilgreina nærsamfélag flutnings rafmagns

Seinni hluti – Ákjósanlegar leiðir til innheimtu tekna til nærsamfélagsins – vinsamlegast veljið vinnustofu

  • Skilgreina ákjósanlegar leiðir til innheimtu tekna af vatnsafli
  • Skilgreina ákjósanlegar leiðir til innheimtu tekna af vindafli
  • Skilgreina ákjósanlegar leiðir til innheimtu tekna af varmaafli