Upplýsingafundur um orkumál

Í kjölfar ályktunar Samtaka orkusveitarfélaga 17. febrúar síðastliðinn er boðað til upplýsingarfundar í gegnum fjarfundarbúnað fimmtudaginn 2. mars klukkan 11:00.

Upptaka frá fundinum

Dagskrá fundarins:

11:00 – Ása Valdís Árnadóttir, formaður Samtaka orkusveitarfélaga opnar fundinn.

11:10 – Haraldur Þór Jónsson oddviti og sveitarstjóri Skeiða- og Gnúpverjahrepps fer yfir vinnu sveitarfélagsins síðustu mánuði sem hefur sýnt fram á tjón sveitarfélagsins af orkuvinnslu og hverju þarf að breyta til að frekari orkuvinnsla muni eiga sér stað í sveitarfélaginu.

11:35 – Jónína Brynjólfsdóttir forseti sveitarstjórnar í Múlaþingi og stjórnarmaður í Samtökum orkusveitarfélaga fer yfir markmið og hlutverk nýstofnaðar starfsnefndar samtakanna um breytingar á tekjum og lagaumhverfi vegna orkuvinnslu.

11:50 – Fundarslit

Viðeigandi aðilar hafa fengið fundarboð.