Stefnumörkun stjórnar

Stefnumörkun stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga

Samkvæmt 3. grein samþykkta Samtaka orkusveitarfélaga er tilgangur samtakanna þessi:

  • Að standa vörð um hagsmuni aðildarsveitarfélaga í öllum málum sem tengjast byggingu orkuvera og virkjana, orkunýtingar, fjárhagslegum hagsmunum í þessu sambandi og umhverfismálum.
  • Að taka þátt í mótun reglna um skattlagningu virkjana og orkufyrirtækja ásamt öðrum fjárhagslegum og umhverfislegum atriðum sem tengjast nýtingu orkuauðlinda.
  • Að taka þátt í mótun orkustefnu með áherslu á stöðu vatnsafls og jarðvarma sem sjálfbærrar orkuframleiðslu.
  • Að miðla upplýsingum og reynslu meðal aðildarsveitarfélaga um málaflokkinn.
  • Að vinna að hvers konar sameiginlegum hagsmunamálum, s.s. vinnu við gerð laga og reglugerða sem varða orkumál og nýtingu jarðvarma og vatnsafls og stuðla að fræðslu og kynningu á málum sem því tengjast.

Með hliðsjón af tilgangi samtakanna hefur stjórn Samtaka orkusveitarfélaga ásamt aðildarsveitarfélögum sett sér stefnumörkun og starfsáætlun.

Hér má finna hana: Stefnumörkun og starfsáætlun Samtaka orkusveitarfélaga 2022-2024