Styrkir til orkuskipta

Orku- og loftslagsráðherra hefur ákveðið að auglýstir verðir styrkir til orkuskipta að upphæð 900 milljónir kr. af þeim fjárveitingum sem veittar eru til loftslags- og orkumála í ár.

Styrkirnir eru liður í aðgerðum stjórnvalda í loftslagsmálum og orkuskiptum og eru styrkflokkar í samræmi við stefnu stjórnvalda um að styðja við orkuskipti á landsvísu. Áhersla er lögð á vistvæna orkunýtingu, sem og að styðja við orkuskipti í samgöngum um land allt. Styrkirnir sem auglýstir eru nú eru almennir styrkir vegna orkuskipta og verða styrkir vegna þungaflutninga og bílaleigubíla auglýstir innan skamms. 

Styrkir til verkefna:

Framleiðsla endurnýjanlegs eldsneytis (raf- eða lífeldsneytis)

  • T.a.m. fyrir siglingar eða flug

Innviðir fyrir orkuskipti

  • Samgöngur á landi 

    o   Hraðhleðslustöðvar  (150kW+) á fjölförnustu (flutnings)leiðum landsins

  • Samgöngur á sjó eða vötnum

    o   Hleðsluinnviðir í höfnum

Tækjabúnaður sem nýtir endurnýjanlega orku í stað olíu

  • T.a.m. í framleiðslu, flutningum eða siglingum
  • Varaafl

Umsóknarfrestur er til 19. apríl.

Orkusjóði hefur verið falin umsjón með auglýsingu og umsýslu styrkjanna. Umsóknir skulu sendar gegnum þjónustugátt Orkustofnunar: gattin.os.is.

Nánari upplýsingar: 

www.orkusjodur.is

Staða og áskoranir í orkumálum

Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum

Orkustefna