
BBC fjallar um djúpboranir á Íslandi

Á vef BBC má finna ansi áhugaverða umfjöllun um jarðvarmaveitur á Íslandi. Í fréttinni er fjallað um dýpstu borholu sem boruð hefur verið á Íslandi sem er rétt ríflega tveggja kílómetra djúp. Í fréttinni segir að borinn hafi fest sig í sífellu og ýmsar aðferðir hafi verið reyndar til að losa hann, saltsýru hellt í borholuna, en þegar betur var að gáð hafði borinn komist í snertingu við fljótandi hraun og féll holan saman.
Í greininni er rætt við marga íslenska fræðimenn, m.a. við Guðmund Frið...
Nánar
Jólakveðja
Ný stjórn samtakanna

Stefán Bogi Sveinsson, bæjarfulltrúi á Fljótsdalshéraði, var kjörinn formaður Samtaka orkusveitarfélaga á aðalfundi samtakanna sem fram fór í liðinni viku. Stefán Bogi tekur nú við formennskunni af Gunnari Þorgeirssyni, oddvita Grímsnes- og Grafningshrepps.
Á fundinum var einnig samþykkt inntökubeiðni Blönduósbæjar í samtökin og eru aðildarsveitarfélögin þar með orðin 21 talsins.
Samtök orkusveitarfélaga voru stofnuð árið 2011 og er markmið þeirra einkum að standa vörð um hagsmuni aðildars...
Nánar
Aðalfundur SO 2016

Aðalfundur Samtaka orkusveitarfélaga verður haldinn á Hilton Reykjavík Nordica miðvikudaginn 21. september kl. 14:30.
Dagskrá aðalfundar Samtaka orkusveitarfélaga.
Skýrsla stjórnar 2014-2016
Ársreikningar 2014 og 2015 og fjárhagsáætlun 2017 og 2018
Starfs- og fjárhagsáætlun samtakanna ásamt ákvörðun um árgjöld og þóknun stjórnar
Lagabreytingar
Kosning formanns stjórnar, annarra stjórnarmanna og varastjórnar til tveggja ára
Kosning tveggja skoðunarmanna til tveggja ára og tve...
Nánar
Fundur með verkefnisstjórn rammaáætlunar

Í dag, miðvikudaginn 2. desember, fundaði stjórn Samtaka orkusveitarfélaga með verkefnisstjórn rammaáætlunar. Vegna veðurs forfölluðust margir en fundinn fundinn sátu Gunnar Þorgeirsson formaður stjórnar og Valur Rafn starfsmaður samtakanna.
Á fundinum var rætt um aðkomu sveitarfélaga að rammaáætlun og hvað mætti betur fara þegar verið er að meta virkjanakosti.
Nánar
Fundur samtakanna með Samorku

Í gær, miðvikudaginn 4. nóvember, áttu fulltrúar Samtaka orkusveitarfélaga fund með fulltrúum Samorku og Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Markmið fundarins var að ræða mögulegar úrbætur á lagaumhverfi orkumála hér á landi með það að markmiðið að auka samfélagslega sátt um orkumál, tryggja orkuöryggi og til að tryggja að skattaumhverfið stuðli að hagkvæmustu nýtingu auðlinda.
Nánar
Hlutverk sveitarfélaga og héraða í þróun græns hagkerfis

Norðurlandaráð stendur fyrir ráðstefnu þann 10.-11. nóvember nk þar sem fjallað verður um hlutverk sveitarfélaga og héraða í þróun græns hagkerfis.
Ráðstefnan er opin og geta áhugasöm sveitarfélög því skráð fulltrúa á ráðstefnuna.
Hér má nálgast frekari upplýsingar um ráðstefnuna.
Nánar
Fundur með innanríkisráðherra

Þann 22. október sl. átti hluti af stjórn Samtaka orkusveitarfélaga fund með Ólöfu Nordal innanríkisráðherra.
Á fundinum fóru fulltrúar orkusveitarfélaga yfir helstu markmið samtakanna. Rætt var um fordæmisgildi nýfallins hæstaréttardóms og stöðu annarra mála er tengjast orkusveitarfélögunum.
Ólöf Nordal innanríkisráðherra var jákvæð í garð samtakanna og var tilbúin í að hefja vinnu við að kortleggja hvaða eignir væru undir ef undanþágum frá greiðslu fasteignaskatts væri breytt. Í framhald...
Nánar
Vel heppnaður orkufundur

Þann 15. október sl. héldu samtökin orkufund og í ár var lögð áhersla á orku og ferðaþjónustu. Glærur frá fundinum má nálgast hér .
Fundurinn heppnaðist mjög vel en um 40 fulltrúar frá ýmsum stofnunum og aðildarsveitarfélögum mættu á fundinn.
Nánar