Á stjórnarfundi samtaka orkusveitarfélaga sem haldinn var föstudaginn 17. febrúar var eftirfarandi bókað:
(meira…)
Nánar
Vindorkuhópur skilar verkefni í áföngum
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur fallist á beiðni starfshóps um málefni vindorku, sem ráðherra skipaði í sumar, um að skila verkefninu í áföngum. Ráðherra greindi frá þessu á ríkisstjórnarfundi í gær, en hópurinn átti að skila niðurstöðum sínum og drögum að lagafrumvarpi 1. febrúar.
Samkvæmt breytingunum mun hópurinn skila samantekt þar sem dregin verða fram þau atriði sem starfshópurinn hefur verið að fjalla um og sem heppilegt kann að vera að fái opinbera umræðu, áður en enda...
Nánar
Stefnumótun Samtaka orkusveitarfélaga – vinnufundur með KPMG
Samtök orkusveitarfélaga hafa gert samning við ráðgjafafyrirtækið KPMG vegna vinnu við stefnumótun fyrir samtökin. Einn liður í þessari vinnu er að fá fram viðhorf og sýn stjórnar samtakanna, aðildarsveitarfélaga og eftir atvikum annarra lykilhagaðila. Stjórn Samtaka orkusveitarfélaga hefur því ákveðið að boða aðildarsveitarfélög til vinnufundar (staðfundur) með ráðgjafafyrirtækinu KPMG þann 27. janúar nk. kl. 10 :00- 14:00. Fundurinn verður haldinn á Grand Hótel Reykjavík í Gallerí sal. ...
Nánar
Ný stjórn Samtaka orkusveitarfélaga
Á aðalfundi Samtaka orkusveitarfélaga sem haldinn var þann 11.nóvember 2022 í Þorlákshöfn var kosið í nýja stjórn. Þau sem skipa nýja stjórn eru:
(meira…)
Nánar
Aðalfundur 2022
Aðalfundar Samtaka orkusveitarfélaga verður haldinn í Sveitarfélaginu Ölfus, í fundarsal Black Beach tours Hafnarskeið 17 , 815 Þorlákshöfn, föstudaginn 11. nóvember kl. 13:00.
Nauðsynlegt er að skrá sig í gegnum vefsíðu fundarins.
Nánar
Orka og matvælaframleiðsla – Orkufundur 2021
Orkufundur á vegum Samtaka orkusveitarfélaga sem stóð til að halda í maí á síðasta ári en var frestað verður haldinn föstudaginn 14 janúar 2022 kl. 10-12. Yfirskrift fundarins er Orka og matvælaframleiðsla. Fundurinn verður á Teams og verða upptökur af fundinum aðgengilegar á vefsíðu Samtaka orkusveitarfélaga.
(meira…)
Nánar
Einföldun á regluverki í þágu smávirkjana
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur kynnt í Samráðsgátt stjórnvalda drög að reglugerð sem ætlað er að bæta rekstrarumhverfi smávirkjana. Reglugerðin er hluti af tillögum starfshóps sem ráðherra skipaði árið 2020 með það að markmiði að bæta starfsumhverfi smávirkjana, með sérstakri áherslu á gjaldtöku vegna tenginga þeirra við dreifikerfi raforku.
Í reglugerðardrögunum er með ítarlegum og skýrum hætti fjallað um kerfisframlag vegna slíkra tenginga, undir formerkjum ...
Nánar
Norræn hrein orka – valkostir í lausnum fyrir kolefnishlutleysi
Norrænar orkurannsóknir (Nordic Energy Research), kynna skýrslu um verkefnið - Norræn hrein orka– sviðsmyndir í lausnum fyrir kolefnishlutleysi, þann 7. september 8.00–9.35, á vefnum. Skýrslan fjallar um valkosti og möguleika á kolefnishlutleysi á Norðurlöndunum, en einnig verða pallborðsumræður og fyrirspurnir.
Skýrslan lýsir norræna orkukerfinu og sýnir í þremur sviðsmyndum hvernig Norðurlöndin geta náð þeirri sýn að verða sjálfbærasta og samþættasta svæði í heimi 2030, með því að gera...
Nánar
Orkufundi 2021 FRESTAÐ!
Vegna slakrar þátttöku hefur verið ákveðið að fresta orkufundi 2021, sem fyrirhugað var að halda 28. maí, um óákveðinn tíma.
Þeir sem þegar hafa skráð sig á fundinn munu fá sent fundarboð þegar ný tímasetning hefur verið ákveðin og opnað verður að nýju fyrir skráningu.
Nánar
Kvörtun Samtaka orkusveitarfélaga til Eftirlitsstofnunar EFTA
Samtök orkusveitarfélaga (SO) sendu í dag erindi til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) fyrir meint brot íslenska ríkisins á ákvæðum EES-samningsins um ríkisstyrki.
Meginefni kvörtunar varðar ákvæði 3. tl. 1. mgr. 26. gr. laga nr. 6/2001 um skráningu og mat fasteigna. Samkvæmt ákvæðinu eru rafveitur, þar á meðal línur til flutnings raforku ásamt burðarstólpum og spennistöðvum, undanþegnar fasteignamati. Hins vegar skal meta eftir venjulegum reglum hús, sem reist eru yfir aflstöðvar og spennistöðv...
Nánar