Aukaaðalfundur 2023

Aukaaðalfundar Samtaka orkusveitarfélaga var haldinn í fjarfundabúnaði Teams föstudaginn 21. apríl klukkan 11:00. Boðað var til fundarins til að staðfesta tillögur starfsnefndar samtakanna um ávinning af orkuvinnslu. Fundurinn stóð í um eina klukkustund.

Fundargerð aukaaðalfundar

Dagskrá :

  1. Kynning og samþykkt á tillögum starfsnefndar Samtaka orkusveitarfélaga um ávinning af orkuvinnslu
    -Haraldur Þór Jónsson, sveitarstjóri og oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps
  2. Hugarflug um frekari vinnslu á útfærslum og útreikningum á niðurstöðum starfsnefndar
    -Daði Már Kristófersson, prófessor við Háskóla íslands
  3. Næstu skref
  4. Kynning á Orkufundi 2023
  5. Önnur mál
    Stefnumörkun Samtaka orkusveitarfélaga
    – Bryndís Gunnlaugsdóttir, ráðgjafi hjá KPMG

Á aðalfundi fer hvert aðildarsveitarfélag með 1 atkvæði. Í þeim tilvikum þar sem þátttakendur frá einu sveitarfélagi eru fleiri þarf að liggja fyrir hver þeirra fer með atkvæði sveitarfélagsins.