Tillögur starfsnefndar samþykktar

Í dag var haldinn aukaaðalfundur Samtaka orkusveitarfélaga þar sem samþykktar voru tillögur starfsnefndar samtakanna um ávinning af orkuvinnslu.

Hér má finna þær : Tillögur starfsnefndar

Jafnframt var samþykkt á aukaaðalfundinum að fela starfsnefndinni að vinna nánari útreikninga og útfærslur á samþykktum tillögum.

Næstu skref hjá stjórn Samtaka orkusveitarfélaga eru að fulltrúar stjórnar eiga fundi með Innviðaráðherra, Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Fjármála- og efnahagsráðherra í fyrstu vikunni í maí. Þar verður farið yfir tillögur Samtaka orkusveitarfélaga og vonast er til þess að í kjölfarið fari af stað samtal milli ríkis og sveitarfélaga um næstu skref.