Frábær þátttaka á upplýsingafundi Samtaka orkusveitarfélaga

Frábær þátttaka var á upplýsingafundi Samtaka orkusveitarfélaga sem haldinn var 2. mars síðastliðinn en rúmlega 50 aðilar voru á fundinum. Á fundinum fór formaður stjórnar, Ása Valdís Árnadóttir stuttlega yfir þá vinnu sem samtökin hafa staðið í undanfarin ár í tengslum við skattlagningu orkumannvirkja. Haraldur Þór Jónsson oddviti og sveitarstjóri Skeiða- og Gnúpverjahrepps fór yfir vinnu sveitarfélagsins síðustu mánuði sem hefur sýnt fram á tjón sveitarfélagsins af orkuvinnslu og hverju...
Nánar

Upplýsingafundur um orkumál

Stjórn Samtaka orkusveitarfélaga lagði fram bókun um orkuskipti á stjórnarfundi sínum þann 17. febrúar síðastliðinn. Á sama fundi var stofnuð starfsnefnd sem hefur það hlutverk að vinna tillögur að breytingum hvað varðar tekjur sveitarfélaga af orkuframleiðslu, leggja fram drög að nýju lagaumhverfi um orkuvinnslu á Íslandi og koma á virku samtali allra hagaðila í samráði við stjórn samtaka orkusveitarfélaga. Í kjölfarið vill stjórn Samtaka orkusveitarfélaga hér með boða alla kjörna fulltr...
Nánar

Vindorkuhópur skilar verkefni í áföngum

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur fallist á beiðni starfshóps um málefni vindorku, sem ráðherra skipaði í sumar,  um að skila verkefninu í áföngum. Ráðherra greindi frá þessu á ríkisstjórnarfundi í gær, en hópurinn átti að skila niðurstöðum sínum og drögum að lagafrumvarpi 1. febrúar. Samkvæmt breytingunum mun hópurinn skila samantekt þar sem dregin verða fram þau atriði sem starfshópurinn hefur verið að fjalla um og sem heppilegt kann að vera að fái opinbera umræðu, áður en enda...
Nánar

Stefnumótun Samtaka orkusveitarfélaga – vinnufundur með KPMG

Samtök orkusveitarfélaga hafa gert samning við ráðgjafafyrirtækið KPMG vegna vinnu við stefnumótun fyrir samtökin. Einn liður í þessari vinnu er að fá fram viðhorf og sýn stjórnar samtakanna, aðildarsveitarfélaga og eftir atvikum annarra lykilhagaðila.  Stjórn Samtaka orkusveitarfélaga hefur því ákveðið að boða aðildarsveitarfélög til vinnufundar (staðfundur) með ráðgjafafyrirtækinu KPMG þann 27. janúar nk. kl. 10 :00- 14:00. Fundurinn verður haldinn á Grand Hótel Reykjavík í Gallerí sal. ...
Nánar

Einföldun á regluverki í þágu smávirkjana

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur kynnt í Samráðsgátt stjórnvalda drög að reglugerð sem ætlað er að bæta rekstrarumhverfi smávirkjana. Reglugerðin er hluti af tillögum starfshóps sem ráðherra skipaði árið 2020 með það að markmiði að bæta starfsumhverfi smávirkjana, með sérstakri áherslu á gjaldtöku vegna tenginga þeirra við dreifikerfi raforku. Í reglugerðardrögunum er með ítarlegum og skýrum hætti fjallað um kerfisframlag vegna slíkra tenginga, undir formerkjum ...
Nánar

Norræn hrein orka – valkostir í lausnum fyrir kolefnishlutleysi

Norrænar orkurannsóknir (Nordic Energy Research), kynna skýrslu um verkefnið - Norræn hrein orka– sviðsmyndir í lausnum fyrir kolefnishlutleysi, þann 7. september 8.00–9.35, á vefnum. Skýrslan fjallar um valkosti og möguleika á kolefnishlutleysi á Norðurlöndunum, en einnig verða pallborðsumræður og fyrirspurnir. Skýrslan lýsir norræna orkukerfinu og sýnir í þremur sviðsmyndum hvernig Norðurlöndin geta náð þeirri sýn að verða sjálfbærasta og samþættasta svæði í heimi 2030, með því að gera...
Nánar