Kynningarráðstefna um verkefni á sviði endurnýjanlegrar orku

Nýtt tímabil Uppbyggingarsjóðs EES 2014–2021

Á umliðnum mánuðum hefur utanríkisráðuneytið og Orkustofnun unnið að undirbúningi fyrir nýtt tímabil Uppbyggingarsjóðs EES 2014–2021 er varðar endurnýjanlega orku, í samstafi við aðila í Rúmeníu, Búlgaríu og Póllandi og samstarfsaðila í Noregi og Uppbyggingarsjóð EES í Brussel. Meginmarkmið er að draga úr  losun gróðurhúsaloftegunda og auka orkuöryggi viðkomandi landa, með því að auka notkun endurnýjanlega orku, með sérstaka áherslu á jarðvarma og vatnsafl. 

Ferðastyrkir vegna verkefna á sviði endurnýjanlegrar orku í Búlgaríu og kynningarráðstefna 22. maí í Sófíu, Búkarest    

Verið er að undirbúa kynningu á nýjum verkefnum Uppbyggingasjóðsins í Búlgaríu fyrir árin 2014–2021 og af því tilefni verður haldinn sameiginlegur kynningarfundur í Sófíu (networking event) 22. maí nk. Þar verður lögð áhersla á að byggja upp tengsl milli fyrirtækja og aðila frá EFTA / EES löndunum og í Búlgaríu sem hafa áhuga á að undirbúa verkefni og umsóknir fyrir komandi áætlun.

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um ferðastyrki til Búlgaríu fyrir fyrirtæki og einstaklinga frá Íslandi, Noregi og Lichtenstein, vegna kynningarráðstefnunnar 22. maí og er umsóknarfrestur til 14. maí. Þeim sem áhuga hafa á að sækja ráðstefnuna í Sófíu, en bent á að senda umsóknir um þátttöku til Orkustofnunar, Maríu Guðmundsdóttur maria.gudmundsdottir@os.is   569 6000  sem einnig veitir nánari upplýsingar.  

Sjá nánar