Styrkir vegna rannsókna á sviði smávirkjana

Orkustofnun hefur á þessu ári veitt einn styrk að upphæð 500.000 kr. vegna rannsókna eða námsverkefna til meistaraprófs (MSc.) á sviði smávirkjana til raforkuframleiðslu.  Ætlunin er að veita annan slíkan styrk á árinu og er markmið með styrkveitingunni að stuðla að aðgengilegu efni fyrir þá sem hyggjast nýta landgæði til framleiðslu raforku í byggðum landsins.

Styrkirnir standa til boða öllum sem stunda rannsóknir á meistarastigi svo fremi sem verkefnin styðja við smávirkjanaverkefni Orkustofnunar.

Viðfangsefni geta til dæmis tengst, litlum jarðvarmavirkjunum, áhrifum dreifðrar raforkuframleiðslu á flutnings- og dreifikerfi raforku, áhrifum á orkuöryggi, þróun raforkuverðs og áhrif á arðsemi smærri virkjana, líkan fyrir kostnað við uppbyggingu og rekstur á smærri virkjunum, áhrif upprunavottorða á aukna uppbyggingu smávirkjana, hvernig hægt er að stuðla að aukinni virkni raforkumarkaðar og þannig mætti lengi telja.

Umsókn um styrk þarf að berast til stofnunarinnar eigi síðar en 1. október næstkomandi.

Allar nánari upplýsingar og umsóknareyðublað er að finna á vef Orkustofnunnar á vefslóðinni:

https://orkustofnun.is/raforka/smavirkjanir/styrkveitingar/