Uppbygging flutningskerfis raforku – Hver er staðan í þinni heimabyggð?

Landsnet kynna á næstu vikum drög að nýrri kerfisáætlun 2019-2028 á opnum kynningarfundum víðs vegar um land.

Á fundunum verður kerfisáætlunin kynnt og fundargestum gefst tækifæri til að spyrja og hitta fólkið sem vinnur að gerð áætlunarinnar, drekka með þeim kaffibolla og fá að heyra hvað verið er að gera til að tryggja leiðina inn í framtíðina, sem verður rafmagnaðri en áður.

Fundirnir verða á eftirfarandi stöðum:

  • Reykjavík – Grand hótel – þriðjudagur 14. maí kl. 08:30-10:30
  • Akureyri – KEA hótel – miðvikudagur 15. maí kl. 14:00-16:00
  • Neskaupstaður – Safnahúsið – fimmtudagur 16. maí kl. 14:00-16:00
  • Grundarfjörður – Samkomuhúsið – föstudagur 17. maí kl. 12:30-14:30
  • Hella – Stracta hótel – mánudagur 20. maí kl. 12:00-14:00
  • Vestmannaeyjar – Akóges – mánudagur 20. maí kl. 19:30-21:00
  • Ísafjörður – Hótel Ísafjörður – Þriðjudagur 21. maí kl. 14:00-16:00

Drög að skýrslunni á vef Landsnets.
Ábendingar og athugasemdir má senda á landsnet@landsnet.is eða í pósti á Landsnet, Gylfaflöt 9, merkt „Athugasemdir við kerfisáætlun 2019-2028“. Athugasemdirnar þarf að senda fyrir 24. júní 2019.