Aðalfundar Samtaka orkusveitarfélaga verður haldinn í Sveitarfélaginu Ölfus, í fundarsal Black Beach tours Hafnarskeið 17 , 815 Þorlákshöfn, föstudaginn 11. nóvember kl. 13:00.
Nauðsynlegt er að skrá sig í gegnum vefsíðu fundarins.
Nánar
Fundir og ráðstefnur
Orka og matvælaframleiðsla – Orkufundur 2021
Orkufundur á vegum Samtaka orkusveitarfélaga sem stóð til að halda í maí á síðasta ári en var frestað verður haldinn föstudaginn 14 janúar 2022 kl. 10-12. Yfirskrift fundarins er Orka og matvælaframleiðsla. Fundurinn verður á Teams og verða upptökur af fundinum aðgengilegar á vefsíðu Samtaka orkusveitarfélaga.
(meira…)
Nánar
Kvörtun Samtaka orkusveitarfélaga til Eftirlitsstofnunar EFTA
Samtök orkusveitarfélaga (SO) sendu í dag erindi til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) fyrir meint brot íslenska ríkisins á ákvæðum EES-samningsins um ríkisstyrki.
Meginefni kvörtunar varðar ákvæði 3. tl. 1. mgr. 26. gr. laga nr. 6/2001 um skráningu og mat fasteigna. Samkvæmt ákvæðinu eru rafveitur, þar á meðal línur til flutnings raforku ásamt burðarstólpum og spennistöðvum, undanþegnar fasteignamati. Hins vegar skal meta eftir venjulegum reglum hús, sem reist eru yfir aflstöðvar og spennistöðv...
Nánar
Aðalfundur 2020

Aðalfundur Samtaka orkusveitarfélaga verður haldinn í fjarfundi fimmtudaginn 5. nóvember 2020, kl. 13:00.
Á dagskrá aðalfundar eru venjuleg aðalfundarstörf.
Nauðsynlegt er að skrá sig í gegnum vefsíðu fundarins.
Nánari upplýsingar veitir Valgerður F. Ágústsdóttir starfsmaður samtakanna.
Nánar
Styrkir vegna rannsókna á sviði smávirkjana

Orkustofnun hefur á þessu ári veitt einn styrk að upphæð 500.000 kr. vegna rannsókna eða námsverkefna til meistaraprófs (MSc.) á sviði smávirkjana til raforkuframleiðslu. Ætlunin er að veita annan slíkan styrk á árinu og er markmið með styrkveitingunni að stuðla að aðgengilegu efni fyrir þá sem hyggjast nýta landgæði til framleiðslu raforku í byggðum landsins.
(meira…)
Nánar
Ný stjórn samtakanna

Stefán Bogi Sveinsson, bæjarfulltrúi á Fljótsdalshéraði, var kjörinn formaður Samtaka orkusveitarfélaga á aðalfundi samtakanna sem fram fór í liðinni viku. Stefán Bogi tekur nú við formennskunni af Gunnari Þorgeirssyni, oddvita Grímsnes- og Grafningshrepps.
Á fundinum var einnig samþykkt inntökubeiðni Blönduósbæjar í samtökin og eru aðildarsveitarfélögin þar með orðin 21 talsins.
Samtök orkusveitarfélaga voru stofnuð árið 2011 og er markmið þeirra einkum að standa vörð um hagsmuni aðildars...
Nánar
Aðalfundur SO 2016

Aðalfundur Samtaka orkusveitarfélaga verður haldinn á Hilton Reykjavík Nordica miðvikudaginn 21. september kl. 14:30.
Dagskrá aðalfundar Samtaka orkusveitarfélaga.
Skýrsla stjórnar 2014-2016
Ársreikningar 2014 og 2015 og fjárhagsáætlun 2017 og 2018
Starfs- og fjárhagsáætlun samtakanna ásamt ákvörðun um árgjöld og þóknun stjórnar
Lagabreytingar
Kosning formanns stjórnar, annarra stjórnarmanna og varastjórnar til tveggja ára
Kosning tveggja skoðunarmanna til tveggja ára og tve...
Nánar
Orkufundur 2015 – skráning er hafin
Samanburður á orkukostnaði heimila á nokkrum stöðum

Byggðastofnun hefur fengið Orkustofnun til að reikna út kostnað við raforkunotkun og húshitun á sömu fasteigninni á nokkrum þéttbýlisstöðum og nokkrum stöðum í dreifbýli á ársgrundvelli. Viðmiðunareignin er einbýlishús sem er 140 m2 að grunnfleti og 350m3. Gjöldin eru reiknuð út samkvæmt gjaldskrá þann 1. apríl 2015.
Við útreikninga þessa er almenn notkun og fastagjald tekið saman annarsvegar og hitunarkostnaður hinsvegar. Sala á rafmagni er á samkeppnismarkaði og er í útreikningum Orkustofn...
Nánar
Raforkukerfi í vanda – opin dagskrá

Yfirskrift opinnar dagskrár aðalfundar Samorku er Raforkukerfi í vanda. Erfið staða flutningskerfis raforku verður þar til umfjöllunar og þær hömlur sem sú staða hefur á þróun atvinnulífs víða um land. Um þessi mál munu fjalla yfirmaður stjórnstöðvar Landsnets, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Landsvirkjunar, bæjarstjóri Fjarðabyggðar og sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar.
Þá munu nýr formaður Samorku sem og iðnaðar- og viðskiptaráðherra ávarpa fundinn, sem haldinn verður á Grand Hótel Reykjavík föst...
Nánar