Orku- og loftslagsráðherra hefur ákveðið að auglýstir verðir styrkir til orkuskipta að upphæð 900 milljónir kr. af þeim fjárveitingum sem veittar eru til loftslags- og orkumála í ár.
Styrkirnir eru liður í aðgerðum stjórnvalda í loftslagsmálum og orkuskiptum og eru styrkflokkar í samræmi við stefnu stjórnvalda um að styðja við orkuskipti á landsvísu. Áhersla er lögð á vistvæna orkunýtingu, sem og að styðja við orkuskipti í samgöngum um land allt. Styrkirnir sem auglýstir eru nú eru almennir ...
Nánar
Fundir og ráðstefnur
Frábær þátttaka á upplýsingafundi Samtaka orkusveitarfélaga
Frábær þátttaka var á upplýsingafundi Samtaka orkusveitarfélaga sem haldinn var 2. mars síðastliðinn en rúmlega 50 aðilar voru á fundinum.
Á fundinum fór formaður stjórnar, Ása Valdís Árnadóttir stuttlega yfir þá vinnu sem samtökin hafa staðið í undanfarin ár í tengslum við skattlagningu orkumannvirkja.
Haraldur Þór Jónsson oddviti og sveitarstjóri Skeiða- og Gnúpverjahrepps fór yfir vinnu sveitarfélagsins síðustu mánuði sem hefur sýnt fram á tjón sveitarfélagsins af orkuvinnslu og hverju...
Nánar
Upplýsingafundur um orkumál
Stjórn Samtaka orkusveitarfélaga lagði fram bókun um orkuskipti á stjórnarfundi sínum þann 17. febrúar síðastliðinn.
Á sama fundi var stofnuð starfsnefnd sem hefur það hlutverk að vinna tillögur að breytingum hvað varðar tekjur sveitarfélaga af orkuframleiðslu, leggja fram drög að nýju lagaumhverfi um orkuvinnslu á Íslandi og koma á virku samtali allra hagaðila í samráði við stjórn samtaka orkusveitarfélaga.
Í kjölfarið vill stjórn Samtaka orkusveitarfélaga hér með boða alla kjörna fulltr...
Nánar
Stefnumótun Samtaka orkusveitarfélaga – vinnufundur með KPMG
Samtök orkusveitarfélaga hafa gert samning við ráðgjafafyrirtækið KPMG vegna vinnu við stefnumótun fyrir samtökin. Einn liður í þessari vinnu er að fá fram viðhorf og sýn stjórnar samtakanna, aðildarsveitarfélaga og eftir atvikum annarra lykilhagaðila. Stjórn Samtaka orkusveitarfélaga hefur því ákveðið að boða aðildarsveitarfélög til vinnufundar (staðfundur) með ráðgjafafyrirtækinu KPMG þann 27. janúar nk. kl. 10 :00- 14:00. Fundurinn verður haldinn á Grand Hótel Reykjavík í Gallerí sal. ...
Nánar
Ný stjórn Samtaka orkusveitarfélaga
Á aðalfundi Samtaka orkusveitarfélaga sem haldinn var þann 11.nóvember 2022 í Þorlákshöfn var kosið í nýja stjórn. Þau sem skipa nýja stjórn eru:
(meira…)
Nánar
Aðalfundur 2022
Aðalfundar Samtaka orkusveitarfélaga verður haldinn í Sveitarfélaginu Ölfus, í fundarsal Black Beach tours Hafnarskeið 17 , 815 Þorlákshöfn, föstudaginn 11. nóvember kl. 13:00.
Nauðsynlegt er að skrá sig í gegnum vefsíðu fundarins.
Nánar
Orka og matvælaframleiðsla – Orkufundur 2021
Orkufundur á vegum Samtaka orkusveitarfélaga sem stóð til að halda í maí á síðasta ári en var frestað verður haldinn föstudaginn 14 janúar 2022 kl. 10-12. Yfirskrift fundarins er Orka og matvælaframleiðsla. Fundurinn verður á Teams og verða upptökur af fundinum aðgengilegar á vefsíðu Samtaka orkusveitarfélaga.
(meira…)
Nánar
Kvörtun Samtaka orkusveitarfélaga til Eftirlitsstofnunar EFTA
Samtök orkusveitarfélaga (SO) sendu í dag erindi til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) fyrir meint brot íslenska ríkisins á ákvæðum EES-samningsins um ríkisstyrki.
Meginefni kvörtunar varðar ákvæði 3. tl. 1. mgr. 26. gr. laga nr. 6/2001 um skráningu og mat fasteigna. Samkvæmt ákvæðinu eru rafveitur, þar á meðal línur til flutnings raforku ásamt burðarstólpum og spennistöðvum, undanþegnar fasteignamati. Hins vegar skal meta eftir venjulegum reglum hús, sem reist eru yfir aflstöðvar og spennistöðv...
Nánar
Aðalfundur 2020
Aðalfundur Samtaka orkusveitarfélaga verður haldinn í fjarfundi fimmtudaginn 5. nóvember 2020, kl. 13:00.
Á dagskrá aðalfundar eru venjuleg aðalfundarstörf.
Nauðsynlegt er að skrá sig í gegnum vefsíðu fundarins.
Nánari upplýsingar veitir Valgerður F. Ágústsdóttir starfsmaður samtakanna.
Nánar
Styrkir vegna rannsókna á sviði smávirkjana
Orkustofnun hefur á þessu ári veitt einn styrk að upphæð 500.000 kr. vegna rannsókna eða námsverkefna til meistaraprófs (MSc.) á sviði smávirkjana til raforkuframleiðslu. Ætlunin er að veita annan slíkan styrk á árinu og er markmið með styrkveitingunni að stuðla að aðgengilegu efni fyrir þá sem hyggjast nýta landgæði til framleiðslu raforku í byggðum landsins.
(meira…)
Nánar