Umsögn stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga um vindorkuskýrslu

Stjórn Samtaka orkusveitarfélaga bókaði eftirfarandi á stjórnarfundi í dag 16. maí: Vindorka, valkostir og greining - 2201001SORætt var um skýrslu Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins „Vindorka - valkostir og greining“.Stjórn fékk Guðjón Bragason lögfræðing til að vinna og setja saman umsögn um vindorkuskýrsluna fyrir hönd samtakanna. Samantekt um efni umsagnar Nærsamfélag orkuvinnslu á ekki og getur ekki fórnað sinni náttúru og auðlindum án þess að njóta sanngjarns ávinnings...
Nánar

Vinnustofa um orkumál – 9. mars

Samtök orkusveitarfélaga eru að vinna að stefnumörkun fyrir samtökin og eitt af markmiðum þeirra er að sameina orkusveitarfélög um ákjósanlegar leiðir til innheimtu sanngjarnra skatta og auðlindarentu er fela í sér auknar tekjur til sveitarfélaga sem verða fyrir áhrifum af orkuvinnslu. Stjórn samtakanna hefur sett saman starfsnefnd um breytingar á tekjum og lagaumhverfi vegna orkuvinnslu. Hlutverk nefndarinnar er að vinna tillögur að breytingum sem varða tekjur sveitarfélaga af orkuframleiðs...
Nánar

Frábær þátttaka á upplýsingafundi Samtaka orkusveitarfélaga

Frábær þátttaka var á upplýsingafundi Samtaka orkusveitarfélaga sem haldinn var 2. mars síðastliðinn en rúmlega 50 aðilar voru á fundinum. Á fundinum fór formaður stjórnar, Ása Valdís Árnadóttir stuttlega yfir þá vinnu sem samtökin hafa staðið í undanfarin ár í tengslum við skattlagningu orkumannvirkja. Haraldur Þór Jónsson oddviti og sveitarstjóri Skeiða- og Gnúpverjahrepps fór yfir vinnu sveitarfélagsins síðustu mánuði sem hefur sýnt fram á tjón sveitarfélagsins af orkuvinnslu og hverju...
Nánar

Vindorkuhópur skilar verkefni í áföngum

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur fallist á beiðni starfshóps um málefni vindorku, sem ráðherra skipaði í sumar,  um að skila verkefninu í áföngum. Ráðherra greindi frá þessu á ríkisstjórnarfundi í gær, en hópurinn átti að skila niðurstöðum sínum og drögum að lagafrumvarpi 1. febrúar. Samkvæmt breytingunum mun hópurinn skila samantekt þar sem dregin verða fram þau atriði sem starfshópurinn hefur verið að fjalla um og sem heppilegt kann að vera að fái opinbera umræðu, áður en enda...
Nánar