Fundur með verkefnisstjórn rammaáætlunar

Í dag, miðvikudaginn 2. desember, fundaði stjórn Samtaka orkusveitarfélaga með verkefnisstjórn rammaáætlunar. Vegna veðurs forfölluðust margir en fundinn fundinn sátu Gunnar Þorgeirsson formaður stjórnar og Valur Rafn starfsmaður samtakanna. Á fundinum var rætt um aðkomu sveitarfélaga að rammaáætlun og hvað mætti betur fara þegar verið er að meta virkjanakosti.
Nánar

Fundur samtakanna með Samorku

Í gær, miðvikudaginn 4. nóvember, áttu fulltrúar Samtaka orkusveitarfélaga fund með fulltrúum Samorku og Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Markmið fundarins var að ræða mögulegar úrbætur á lagaumhverfi orkumála hér á landi með það að markmiðið að auka samfélagslega sátt um orkumál, tryggja orkuöryggi og til að tryggja að skattaumhverfið stuðli að hagkvæmustu nýtingu auðlinda.  
Nánar

Fundur með innanríkisráðherra

Þann 22. október sl. átti hluti af stjórn Samtaka orkusveitarfélaga fund með Ólöfu Nordal innanríkisráðherra. Á fundinum fóru fulltrúar orkusveitarfélaga yfir helstu markmið samtakanna. Rætt var um fordæmisgildi nýfallins hæstaréttardóms og stöðu annarra mála er tengjast orkusveitarfélögunum. Ólöf Nordal innanríkisráðherra var jákvæð í garð samtakanna og var tilbúin í að hefja vinnu við að kortleggja hvaða eignir væru undir ef undanþágum frá greiðslu fasteignaskatts væri breytt. Í framhald...
Nánar

Vel heppnaður orkufundur

Þann 15. október sl. héldu samtökin orkufund og í ár var lögð áhersla á orku og ferðaþjónustu. Glærur frá fundinum má nálgast hér . Fundurinn heppnaðist mjög vel en um 40 fulltrúar frá ýmsum stofnunum og aðildarsveitarfélögum mættu á fundinn.
Nánar

Samanburður á orkukostnaði heimila á nokkrum stöðum

Byggðastofnun hefur fengið Orkustofnun til að reikna út kostnað við raforkunotkun og húshitun á sömu fasteigninni á nokkrum þéttbýlisstöðum og nokkrum stöðum í dreifbýli á ársgrundvelli. Viðmiðunareignin er einbýlishús sem er 140 m2 að grunnfleti og 350m3.  Gjöldin eru reiknuð út samkvæmt gjaldskrá þann 1. apríl 2015. Við útreikninga þessa er almenn notkun og fastagjald tekið saman annarsvegar og hitunarkostnaður hinsvegar. Sala á rafmagni er á samkeppnismarkaði og er í útreikningum Orkustofn...
Nánar

Raforkukerfi í vanda – opin dagskrá

Yfirskrift opinnar dagskrár aðalfundar Samorku er Raforkukerfi í vanda. Erfið staða flutningskerfis raforku verður þar til umfjöllunar og þær hömlur sem sú staða hefur á þróun atvinnulífs víða um land. Um þessi mál munu fjalla yfirmaður stjórnstöðvar Landsnets, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Landsvirkjunar, bæjarstjóri Fjarðabyggðar og sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar. Þá munu nýr formaður Samorku sem og iðnaðar- og viðskiptaráðherra ávarpa fundinn, sem haldinn verður á Grand Hótel Reykjavík föst...
Nánar

Auðlindarenta og nærsamfélagið

Í gær, fimmtudaginn 29. janúar, kynnti Hagfræðistofnun Háskóla Íslands nýútkomna skýrslu stofnunarinnar um auðlindarentu og nærsamfélagið. Skýrslan varpar ljósi á umgjörð raforkumála í Noregi og fleiri löndum sem nota vatnsaflsvirkjanir til raforkuvinnslu. Af þeirri kortlagningu má álykta að meta þurfi þjóðhagslegan kostnað og ávinning þess að skilgreina réttindi tengd raforkumálum þannig að sátt ríki um nýtingu auðlindarinnar. Gunnar Þorgeirsson, formaður Samtaka orkusveitarfélaga, og Hörður...
Nánar