Fundur með innanríkisráðherra

Ólöf NordalÞann 22. október sl. átti hluti af stjórn Samtaka orkusveitarfélaga fund með Ólöfu Nordal innanríkisráðherra.

Á fundinum fóru fulltrúar orkusveitarfélaga yfir helstu markmið samtakanna. Rætt var um fordæmisgildi nýfallins hæstaréttardóms og stöðu annarra mála er tengjast orkusveitarfélögunum.

Ólöf Nordal innanríkisráðherra var jákvæð í garð samtakanna og var tilbúin í að hefja vinnu við að kortleggja hvaða eignir væru undir ef undanþágum frá greiðslu fasteignaskatts væri breytt. Í framhaldi af því væri svo hægt að hefja vinnu við gerð tillagna að nauðsynlegum lagabreytingum.