Ný stjórn samtakanna

stefan-bogiStefán Bogi Sveinsson, bæjarfulltrúi á Fljótsdalshéraði, var kjörinn formaður Samtaka orkusveitarfélaga á aðalfundi samtakanna sem fram fór í liðinni viku. Stefán Bogi tekur nú við formennskunni af Gunnari Þorgeirssyni, oddvita Grímsnes- og Grafningshrepps.

Á fundinum var einnig samþykkt inntökubeiðni Blönduósbæjar í samtökin og eru aðildarsveitarfélögin þar með orðin 21 talsins.

Samtök orkusveitarfélaga voru stofnuð árið 2011 og er markmið þeirra einkum að standa vörð um hagsmuni aðildarsveitarfélaga í öllum málum sem tengjast byggingu orkuvera og virkjana, orkunýtingu, fjárhagslegum hagsmunum í þessu sambandi og umhverfismálum.

Megináhersla hefur verið lögð á að þrýsta á um nauðsynlegar breytingar í skattaumhverfi orkuframleiðslu, með áherslu á fasteignagjöld, en einnig hafa samtökin látið sig varða lagaumhverfi vindorkuframleiðslu ásamt fleiri þáttum.

Á fundinum var ný stjórn samtakanna kjörin til næstu tveggja ára. Hana skipa eftirtaldir:

 • Stefán Bogi Sveinsson, Fljótsdalshéraði, formaður
 • Árni Eiríksson, Flóahreppi
 • Dagbjört Jónsdóttir, Þingeyjarsveit
 • Gunnar Þorgeirsson, Grímsness- og Grafningshreppi
 • Kristín María Birgisdóttir, Grindavíkurbæ
 • Sigrún Hauksdóttir, Húnavatnshreppi
 • Unnur Lára Bryde, Hafnarfjarðarbæ
 • Arnar Þór Sævarsson, Blönduósbæ, varafulltrúi
 • Gunnsteinn Ómarsson, Ölfusi, varafulltrúi
 • Nanna Jónsdóttir, Ásahreppi, varafulltrúi
 • Þorsteinn Gunnarsson, Skútustaðahreppi, varafulltrúi

Nánari upplýsingar um aðalfundinn og samtökin veita Stefán Bogi Sveinsson, formaður, í síma 694-5211 og á netfanginu stefanbogi@egilsstadir.is og Valur Rafn Halldórsson, starfsmaður samtakanna, í síma 515-4915 og á netfanginu valur.rafn.halldorsson@samband.is.

Birt í Fundir og ráðstefnur | Slökkt á athugasemdum við Ný stjórn samtakanna

Aðalfundur SO 2016

Aðalfundur Samtaka orkusveitarfélaga verður haldinn á Hilton Reykjavík Nordica miðvikudaginn 21. september kl. 14:30.

Dagskrá aðalfundar Samtaka orkusveitarfélaga.

Birt í Fréttir, Fundir og ráðstefnur | Slökkt á athugasemdum við Aðalfundur SO 2016

Fundur með verkefnisstjórn rammaáætlunar

20120907_154945Í dag, miðvikudaginn 2. desember, fundaði stjórn Samtaka orkusveitarfélaga með verkefnisstjórn rammaáætlunar. Vegna veðurs forfölluðust margir en fundinn fundinn sátu Gunnar Þorgeirsson formaður stjórnar og Valur Rafn starfsmaður samtakanna.

Á fundinum var rætt um aðkomu sveitarfélaga að rammaáætlun og hvað mætti betur fara þegar verið er að meta virkjanakosti.

Birt í Fréttir | Slökkt á athugasemdum við Fundur með verkefnisstjórn rammaáætlunar

Fundur samtakanna með Samorku

SamorkaÍ gær, miðvikudaginn 4. nóvember, áttu fulltrúar Samtaka orkusveitarfélaga fund með fulltrúum Samorku og Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Markmið fundarins var að ræða mögulegar úrbætur á lagaumhverfi orkumála hér á landi með það að markmiðið að auka samfélagslega sátt um orkumál, tryggja orkuöryggi og til að tryggja að skattaumhverfið stuðli að hagkvæmustu nýtingu auðlinda.

 

Birt í Fréttir | Slökkt á athugasemdum við Fundur samtakanna með Samorku

Hlutverk sveitarfélaga og héraða í þróun græns hagkerfis

20120907_140226Norðurlandaráð stendur fyrir ráðstefnu þann 10.-11. nóvember nk þar sem fjallað verður um hlutverk sveitarfélaga og héraða í þróun græns hagkerfis.

Ráðstefnan er opin og geta áhugasöm sveitarfélög því skráð fulltrúa á ráðstefnuna.

Hér má nálgast frekari upplýsingar um ráðstefnuna. 

Birt í Fréttir | Slökkt á athugasemdum við Hlutverk sveitarfélaga og héraða í þróun græns hagkerfis

Fundur með innanríkisráðherra

Ólöf NordalÞann 22. október sl. átti hluti af stjórn Samtaka orkusveitarfélaga fund með Ólöfu Nordal innanríkisráðherra.

Á fundinum fóru fulltrúar orkusveitarfélaga yfir helstu markmið samtakanna. Rætt var um fordæmisgildi nýfallins hæstaréttardóms og stöðu annarra mála er tengjast orkusveitarfélögunum.

Ólöf Nordal innanríkisráðherra var jákvæð í garð samtakanna og var tilbúin í að hefja vinnu við að kortleggja hvaða eignir væru undir ef undanþágum frá greiðslu fasteignaskatts væri breytt. Í framhaldi af því væri svo hægt að hefja vinnu við gerð tillagna að nauðsynlegum lagabreytingum.

 

Birt í Fréttir | Slökkt á athugasemdum við Fundur með innanríkisráðherra

Vel heppnaður orkufundur

2015-10-15 11.04.59Þann 15. október sl. héldu samtökin orkufund og í ár var lögð áhersla á orku og ferðaþjónustu. Glærur frá fundinum má nálgast hér .

Fundurinn heppnaðist mjög vel en um 40 fulltrúar frá ýmsum stofnunum og aðildarsveitarfélögum mættu á fundinn.

Birt í Fréttir | Slökkt á athugasemdum við Vel heppnaður orkufundur

Orkufundur 2015 – skráning er hafin

orkufundur 2015

Nánari upplýsingar má finna hér. 

Birt í Fundir og ráðstefnur | Slökkt á athugasemdum við Orkufundur 2015 – skráning er hafin

Samanburður á orkukostnaði heimila á nokkrum stöðum

Byggðastofnun hefur fengið Orkustofnun til að reikna út kostnað við raforkunotkun og húshitun á sömu fasteigninni á nokkrum þéttbýlisstöðum og nokkrum stöðum í dreifbýli á ársgrundvelli. Viðmiðunareignin er einbýlishús sem er 140 m2 að grunnfleti og 350m3.  Gjöldin eru reiknuð út samkvæmt gjaldskrá þann 1. apríl 2015.

Við útreikninga þessa er almenn notkun og fastagjald tekið saman annarsvegar og hitunarkostnaður hinsvegar. Sala á rafmagni er á samkeppnismarkaði og er í útreikningum Orkustofnunar miðað við að allir kaupi orku þar sem orkan fæst á lægsta verði, í þessu tilfelli hjá Orkubúi Vestfjarða.

Notendur eru bundnir því að versla við dreifiveitur á sínu svæðum sem hafa sérleyfi á dreifingu og flutningi á raforku. Almennt eru það síðan dótturfyrirtæki dreifiveitnanna sem selja sama notanda raforku til notkunar. Notendum virðist almennt ekki vera ljóst að þeim er heimilt að kaupa raforku af hvaða sölufyrirtæki sem þeir kunna að kjósa en þau eru nokkur og með mismunandi verð. Það gæti stafað af því að sáralítill verðmunur er á milli einstakra söluaðila og því eftir litlu að slægjast. Í töflunni yfir orkukostnaðinn má því sjá algengasta verðið á raforku á hverjum stað en jafnframt það verð sem notendum stendur lægst til boða með því að velja annan söluaðila. Í flestum tilvikum er um  lítinn mun að ræða, um og innan við 1%. En í nokkrum tilvikum getur munurinn nálgast 5%. Sala á rafmagni er á samkeppnismarkaði og er í útreikningum Orkustofnunar miðað við að allir kaupi orku þar sem orkan fæst á lægsta verði.

Af þeim stöðum sem skoðaðir voru reyndist rafmagnsverð hæst hjá notendum Orkubús Vestfjarða í dreifbýli kr. 102.010 en var hæst hjá RARIK í dreifbýli árið 2014. Í þéttbýli er rafmagnsverð hæst á orkuveitusvæði Orkubús Vestfjarða kr. 80.021 en var hæst hjá RARIK árið 2014. Munurinn er þó lítill eða í kringum 1%. Lægst er rafmagnsverðið á Akureyri kr. 69.404 en árið 2014 var rafmagnsverð einnig lægst á Akureyri. Hæsta verð í dreifbýli er 47% hærra en lægsta verð í þéttbýli og hefur munurinn minnkað því árið 2014 var munurinn 51%. Í þéttbýli er hæsta verð 15% hærra en lægsta verð og hefur munurinn minnkað um 1% frá 2014.

Þegar kemur að húshitunarkostnaði er munurinn öllu meiri. Þar er kyndingarkostnaðurinn sá sami á orkuveitusvæði RARIK í dreifbýli og  hjá Orkubúi Vestfjarða í dreifbýli kr. 203.015. (Sé miðað við algengasta verð á húshitun er hæsta verðið hjá RARIK kr. 214.678.) Í þéttbýli er kostnaðurinn hæstur á Hólmavík kr. 198.916. Árið 2014 var húshitunarkostnaður hæstur á dreifiveitusvæði Orkubús Vestfjarða þar sem rafmagnshitun er við lýði s.s. Hólmavík. Lægsti húshitunarkostnaðurinn er í Hveragerði kr. 85.255 en árið 2014 var húshitunarkostnaður  lægstur á Sauðárkróki. Hæsta verð í dreifbýli er 138% hærra en lægsta verð í þéttbýli og hefur munurinn minnkað því árið 2014 var munurinn 144%. Í þéttbýli er hæsta verð 133% hærra en lægsta verð og hefur munurinn þar staðið í stað því árið 2014 var munurinn einnig 133%.

Ef horft er til heildarkostnaðar þá er kostnaðurinn hæstur í dreifbýli á orkuveitusvæði Orkubús Vestfjarða kr. 305.025 en var hæstur á orkuveitusvæði RARIK í dreifbýli árið 2014. (Ef miðað er við algengasta verð er heildarverðið hæst hjá RARIK kr. 317.496). Heildarkostnaður í þéttbýli er hæstur á Hólmavík kr. 278.937 en var hæstur á dreifiveitusvæði Orkubús Vestfjarða s.s. á Hólmavík og dreifiveitusvæði RARIK s.s. í  Grundarfirði, Neskaupstað og Vopnafirði árið 2014. Lægstur er heildarkostnaðurinn í Hveragerði kr. 164.600 en var lægstur á Akureyri árið 2014 . Hæsta verð í dreifbýli er því 85% hærra en lægsta verð í þéttbýli og hefur munurinn minnkað því árið 2014 var munurinn 94%. Í þéttbýli er hæsta verð 69% hærra en lægsta verð og hefur munurinn minnkað því árið 2014 var munurinn 72%.

Smellið hér að neðan til að sjá töflu og súlurit

Hafa ber í huga að á nokkrum stöðum er veittur afsláttur af gjaldaskár hitaveitu þar sem ekki er hægt að tryggja lágmarkshita vatns til notanda.

Virðisaukaskattur hefur hækkað úr 7% í 11% á hitun en lækkað úr 25.5% í 24% á almenna notkun og fastagjöld. Dreifbýlisframlagið fór úr 1.44 kr/kWst í 2.14 kr/kWst á dreifiveitusvæði RARIK og úr 1.55 kr/kWst í 2.17 kr/kWst á dreifiveitusvæði Orkubús Vestfjarða. Lagt er á notendur 0.20 kr/kWst í jöfnunargjald. Sambærilegt gjald fyrir kyntar hitaveitur er 0.066 kr/kWst.. Hitaveitur bera ekki jöfnunargjald. Þær greiða 2% orkuskatt en raforkufyrirtækin greiða 0,13 kr/kWst í orkuskatt til viðbótar við jöfnunargjaldið.  Breyting á virðisaukaskattinum úr 7% í 11% er stærsti áhrifaþáttur þeirra breytinga sem orðið hafa á verðum.

Eldri greiningar má sjá með því að smella hér.

Nánari upplýsingar veitir Snorri Björn Siguðrsosn, forstöðumaður þróunarsviðs í síma 455 5400 eða netfanginu snorri@byggdastofnun.is

Birt í Fundir og ráðstefnur | Slökkt á athugasemdum við Samanburður á orkukostnaði heimila á nokkrum stöðum

Raforkukerfi í vanda – opin dagskrá

Yfirskrift opinnar dagskrár aðalfundar Samorku er Raforkukerfi í vanda. Erfið staða flutningskerfis raforku verður þar til umfjöllunar og þær hömlur sem sú staða hefur á þróun atvinnulífs víða um land. Um þessi mál munu fjalla yfirmaður stjórnstöðvar Landsnets, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Landsvirkjunar, bæjarstjóri Fjarðabyggðar og sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar.

Þá munu nýr formaður Samorku sem og iðnaðar- og viðskiptaráðherra ávarpa fundinn, sem haldinn verður á Grand Hótel Reykjavík föstudaginn 20. febrúar kl. 13:30.

Auglysing,_opin_dagskra_adalfundar_Samorku_2015_800

Birt í Fundir og ráðstefnur | Slökkt á athugasemdum við Raforkukerfi í vanda – opin dagskrá