Fræðsluferð stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga á Austurland

Á stjórnarfundi Samtaka orkusveitarfélaga 8. apríl sl. var samþykkt að stjórnin skildi fara í  fræðsluferð á Austurland dagana 2-3 maí. Jónínu Brynjólfsdóttur, oddvita Múlaþings og stjórnarmanni í Samtökum orkusveitarfélaga var falið að skipuleggja ferðina.

Flogið var til Egilsstaða seinni partinn á fimmtudeginum 2. maí. Haldinn var stjórnarfundur í húsakynnum Hitaveitu Egilsstaða og Fella (HEF).

Daginn eftir var farið að skoða Fljótsdalsvirkjun. Sindri Óskarsson stöðvarstjóri tók á móti stjórnarmönnum og kynnti fyrir þeim starfsemi virkjunarinnar.

Þóra Arnórsdóttir, forstöðumaður samskiptamála hjá Landsvirkjun og Kristín Linda Árnadóttir, aðstoðarforstjóri fluttu síðan kynningu á fyrirhuguðum virkjanakostum Landsvirkjunar.

Að lokinni kynningu þeirra flutti Finnur Beck framkvæmdarstjóri Samorku erindi um starfsemi Samorku.

Í kjölfarið hófust svo fróðlegar umræður um virkjunarmál meðal fundargesta.

Eftir hádegi var svo  farið aftur til Egilsstaða og komið við í húskynnum Hitaveitu Egilsstaða og Fella. Þar flutti Aðalsteinn Þórhallsson framkvæmdastjóri erindi  um starfsemi veitunnar.  Að því loknu var síðan flogið til Reykjavíkur.