Mánaðarsafn: október 2015

Hlutverk sveitarfélaga og héraða í þróun græns hagkerfis

Norðurlandaráð stendur fyrir ráðstefnu þann 10.-11. nóvember nk þar sem fjallað verður um hlutverk sveitarfélaga og héraða í þróun græns hagkerfis. Ráðstefnan er opin og geta áhugasöm sveitarfélög því skráð fulltrúa á ráðstefnuna. Hér má nálgast frekari upplýsingar um ráðstefnuna. 

Birt í Fréttir | Slökkt á athugasemdum við Hlutverk sveitarfélaga og héraða í þróun græns hagkerfis

Fundur með innanríkisráðherra

Þann 22. október sl. átti hluti af stjórn Samtaka orkusveitarfélaga fund með Ólöfu Nordal innanríkisráðherra. Á fundinum fóru fulltrúar orkusveitarfélaga yfir helstu markmið samtakanna. Rætt var um fordæmisgildi nýfallins hæstaréttardóms og stöðu annarra mála er tengjast orkusveitarfélögunum. Ólöf Nordal innanríkisráðherra … Halda áfram að lesa

Birt í Fréttir | Slökkt á athugasemdum við Fundur með innanríkisráðherra

Vel heppnaður orkufundur

Þann 15. október sl. héldu samtökin orkufund og í ár var lögð áhersla á orku og ferðaþjónustu. Glærur frá fundinum má nálgast hér . Fundurinn heppnaðist mjög vel en um 40 fulltrúar frá ýmsum stofnunum og aðildarsveitarfélögum mættu á fundinn.

Birt í Fréttir | Slökkt á athugasemdum við Vel heppnaður orkufundur

Orkufundur 2015 – skráning er hafin

Nánari upplýsingar má finna hér. 

Birt í Fundir og ráðstefnur | Slökkt á athugasemdum við Orkufundur 2015 – skráning er hafin