Einföldun á regluverki í þágu smávirkjana

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur kynnt í Samráðsgátt stjórnvalda drög að reglugerð sem ætlað er að bæta rekstrarumhverfi smávirkjana. Reglugerðin er hluti af tillögum starfshóps sem ráðherra skipaði árið 2020 með það að markmiði að bæta starfsumhverfi smávirkjana, með sérstakri áherslu á gjaldtöku vegna tenginga þeirra við dreifikerfi raforku. Í reglugerðardrögunum er með ítarlegum og skýrum hætti fjallað um kerfisframlag vegna slíkra tenginga, undir formerkjum ...
Nánar

Norræn hrein orka – valkostir í lausnum fyrir kolefnishlutleysi

Norrænar orkurannsóknir (Nordic Energy Research), kynna skýrslu um verkefnið - Norræn hrein orka– sviðsmyndir í lausnum fyrir kolefnishlutleysi, þann 7. september 8.00–9.35, á vefnum. Skýrslan fjallar um valkosti og möguleika á kolefnishlutleysi á Norðurlöndunum, en einnig verða pallborðsumræður og fyrirspurnir. Skýrslan lýsir norræna orkukerfinu og sýnir í þremur sviðsmyndum hvernig Norðurlöndin geta náð þeirri sýn að verða sjálfbærasta og samþættasta svæði í heimi 2030, með því að gera...
Nánar

Orkufundi 2021 FRESTAÐ!

Vegna slakrar þátttöku hefur verið ákveðið að fresta orkufundi 2021, sem fyrirhugað var að halda 28. maí, um óákveðinn tíma. Þeir sem þegar hafa skráð sig á fundinn munu fá sent fundarboð þegar ný tímasetning hefur verið ákveðin og opnað verður að nýju fyrir skráningu.
Nánar

Kvörtun Samtaka orkusveitarfélaga til Eftirlitsstofnunar EFTA

Samtök orkusveitarfélaga (SO) sendu í dag erindi til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) fyrir meint brot íslenska ríkisins á ákvæðum EES-samningsins um ríkisstyrki. Meginefni kvörtunar varðar ákvæði 3. tl. 1. mgr. 26. gr. laga nr. 6/2001 um skráningu og mat fasteigna. Samkvæmt ákvæðinu eru rafveitur, þar á meðal línur til flutnings raforku ásamt burðarstólpum og spennistöðvum, undanþegnar fasteignamati. Hins vegar skal meta eftir venjulegum reglum hús, sem reist eru yfir aflstöðvar og spennistöðv...
Nánar

Orkufundur 2021 – FRESTAÐ!

Orkufundinum hefur verið frestað!! Orkufundur á vegum Samtaka orkusveitarfélaga verður haldinn í Ráðhúsi Ölfuss 28. maí undir yfirskriftinni Orka og matvælaframleiðsla. Fundurinn hefst kl 14:30 og er gert ráð fyrir að honum ljúki kl: 17:00. Þau sem verða með erindi eru: Elliði Vignisson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins ÖlfussHörn Heiðarsdóttir, framkvæmdastjóri Earth 2.0Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka ÍslandsSesselja Ingibjörg Barðdal Reynisdóttir, framkvæmdastjóri EimsSveinn Aðals...
Nánar

Ný stjórn Samtaka orkusveitarfélaga

Á aðalfundi samtakanna sem haldinn var þann 5.nóvember 2020 var kosið í nýja stjórn fyrir tímabilið 2020-2022. Jafnframt var ákveðið á aðalfundi að þóknanir vegna stjórnarsetu héldust óbreyttar frá því sem verið hefur. Þá var það einnig samþykkt á fundinum að árgjald aðildarsveitarfélaga yrði óbreytt. Nánar um þau sem skipa nýja stjórn hér.
Nánar

Aðalfundur 2020

Aðalfundur Samtaka orkusveitarfélaga verður haldinn í fjarfundi fimmtudaginn 5. nóvember 2020, kl. 13:00. Á dagskrá aðalfundar eru venjuleg aðalfundarstörf. Nauðsynlegt er að skrá sig í gegnum vefsíðu fundarins. Nánari upplýsingar veitir Valgerður F. Ágústsdóttir starfsmaður samtakanna.
Nánar

Kerfisáætlun Landsnets

Dagana 24.-29. júní nk. efnir Landsnet til opinna funda um kerfisáætlun Landsnets 2020-2029. Fundirnir eru þrír talsins og haldnir í Reykjavík 24. júní, á Akureyri 25. júní og á Ísafirði 29. júní. Fundurinn 24. júní verður í beinni útsendingu á www.landsnet.is og á Facebook-síðu Landsnets og þar verður upptaka af fundinum aðgengileg að honum loknum.
Nánar

Útboð verkefna á sviði jarðhita og vatnsaflsvirkjana á vegum Uppbyggingarsjóðs EES í Póllandi

Ný áætlun Uppbyggingarsjóðs EES um endurnýjanlega orku, umhverfis- og loftslagsmál var kynnt á ráðstefnu í Varsjá í Póllandi 3. mars, en eitt af helstu markmiðum áætlunarinnar er að að draga úr losun á gróðurhúsalofttegundum í viðkomandi löndum.  Að þessu sinni eru tvö útboð auglýst annars vegar varðandi jarðhita og hins vegar litlar vatnsaflsvirkjanir. Stuðningur samkvæmt áætluninni beinist að áherslum og verkefnum sem miða að því að bæta loftgæði og umhverfi, þróa hitaveitu- og raf...
Nánar

Skattlagning orkumannvirkja

Fimmtudaginn 7. nóvember sl. kom stjórn Samtaka orkusveitarfélaga saman til fundar. Meðal umfjöllunar á fundinum var áframhaldandi vinna starfshóps um skattlagningu orkumannvirkja og fyrirhuguð kynnisferð til Noregs í mars 2020. Fundargerð fundarins má nálgast hér.
Nánar