Orka, vatn og jarðefni – Ársfundur Orkustofnunar

Ársfundur Orkustofnunar verður haldinn í Norðurljósum í Hörpu föstudaginn 9. júní á milli kl. 9 til 11:30. Húsið opnar kl: 8:30 og boðið er upp á morgunhressingu.  Samfélag okkar stendur á tímamótum í orkumálum með innleiðingu orkuskipta og mikilvægt er að það sé gert af alúð og í þágu samfélagsins. Orkustofnun leggur ríka áherslu á að svo sé gert og hvetur alla sem láta sig málin varða að koma til fundarins.  Á ársfundinum verður farið yfir starfsemina á árinu 2022 og varpað lj...
Nánar

Styrkir til orkuskipta

Orku- og loftslagsráðherra hefur ákveðið að auglýstir verðir styrkir til orkuskipta að upphæð 900 milljónir kr. af þeim fjárveitingum sem veittar eru til loftslags- og orkumála í ár. Styrkirnir eru liður í aðgerðum stjórnvalda í loftslagsmálum og orkuskiptum og eru styrkflokkar í samræmi við stefnu stjórnvalda um að styðja við orkuskipti á landsvísu. Áhersla er lögð á vistvæna orkunýtingu, sem og að styðja við orkuskipti í samgöngum um land allt. Styrkirnir sem auglýstir eru nú eru almennir ...
Nánar

Frábær þátttaka á upplýsingafundi Samtaka orkusveitarfélaga

Frábær þátttaka var á upplýsingafundi Samtaka orkusveitarfélaga sem haldinn var 2. mars síðastliðinn en rúmlega 50 aðilar voru á fundinum. Á fundinum fór formaður stjórnar, Ása Valdís Árnadóttir stuttlega yfir þá vinnu sem samtökin hafa staðið í undanfarin ár í tengslum við skattlagningu orkumannvirkja. Haraldur Þór Jónsson oddviti og sveitarstjóri Skeiða- og Gnúpverjahrepps fór yfir vinnu sveitarfélagsins síðustu mánuði sem hefur sýnt fram á tjón sveitarfélagsins af orkuvinnslu og hverju...
Nánar

Upplýsingafundur um orkumál

Stjórn Samtaka orkusveitarfélaga lagði fram bókun um orkuskipti á stjórnarfundi sínum þann 17. febrúar síðastliðinn. Á sama fundi var stofnuð starfsnefnd sem hefur það hlutverk að vinna tillögur að breytingum hvað varðar tekjur sveitarfélaga af orkuframleiðslu, leggja fram drög að nýju lagaumhverfi um orkuvinnslu á Íslandi og koma á virku samtali allra hagaðila í samráði við stjórn samtaka orkusveitarfélaga. Í kjölfarið vill stjórn Samtaka orkusveitarfélaga hér með boða alla kjörna fulltr...
Nánar