Samtök orkusveitarfélaga boða til orkufundar sem snýr að einu stærsta viðfangsefni samtímans: Orkumálum og hvernig sveitarfélög og ríki geta sameinað krafta sína.
Orkufundurinn fer fram í Hljómahöll mánudaginn 26. maí kl. 09:00-12:00. Fundinum verður einnig streymt.
Skráning á fundinn – tengill á Google
Dagskrá
09:00 | Setning fundarins Ása Valdís Árnadóttir, formaður Samtaka orkusveitarfélaga. |
09:10 | Ávarp umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. |
09:25 | Hvað er að gerast næstu fjögur ár? Hvernig náum við upp raforkulínum? Hlín Benediktsdóttir frá Landsneti. |
09:35 | Hver er staðan hjá orkufyrirtækjum? Finnur Beck framkvæmdastjóri Samorku. |
09:45 | Hvað þarf að gerast? Jónína Brynjólfsdóttir, forseti sveitarstjórnar Múlaþings |
10:00 | Pallborðsumræður frummælenda Guðbrandur Einarsson formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis mun einnig mæta í pallborðsumræður. |
10:30 | Kaffihlé |
10:45 | Framtíðarsýn HS Orku Tómas Már Sigurðsson frá HS Orku |
11:05 | Framtíðarsýn HS Veitna Páll Erland frá HS Veitum. |
11:25 | Spjall og spurningar Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra og Ása Valdís Árnadóttir formaður Samtaka orkusveitarfélaga. |
Fundarslit. | |
12:00 | Hádegisverður |