Samtök orkusveitarfélaga hafa gert samning við ráðgjafafyrirtækið KPMG vegna vinnu við stefnumótun fyrir samtökin. Einn liður í þessari vinnu er að fá fram viðhorf og sýn stjórnar samtakanna, aðildarsveitarfélaga og eftir atvikum annarra lykilhagaðila. Stjórn Samtaka orkusveitarfélaga hefur því ákveðið að boða aðildarsveitarfélög til vinnufundar (staðfundur) með ráðgjafafyrirtækinu KPMG þann 27. janúar nk. kl. 10 :00- 14:00. Fundurinn verður haldinn á Grand Hótel Reykjavík í Gallerí sal. Boðið verður upp á hádegismat. Hægt er að skrá sig hér að neðan.
Dagskrá
- Formaður stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga, Ása Valdís Árnadóttir, setur fundinn
- Hvað hefur verið gert síðustu árin – Bryndís Gunnlaugsdóttir lögfræðingur hjá KPMG
- Kaffihlé
- Vinnustofa og stefnumótun – Sævar Kristinsson sérfræðingur hjá KPMG
- Hádegismatur
- Vinnustofa og stefnumótun – framhald
- Formaður stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga, Ása Valdís Árnadóttir, slítur fundi