Á stjórnarfundi Samtaka orkusveitarfélaga þann 21. apríl síðastliðinn var samþykkt stefnumörkun stjórnar fyrir starfstímann 2022-2024.
Í september 2022 var ákveðið að fara í samstarf við ráðgjafafyrirtækið KPMG um stefnumörkun samtakanna. Ákvörðunin var kynnt á aðalfundi samtakanna í Þorlákshöfn í nóvember sama ár.
Síðan voru tekin heilmörg viðtöl við hagaðila og að lokum var haldinn vinnufundur um stefnumörkunina þann 27. janúar síðastliðinn þar sem óskað var eftir þátttöku allra aðildarsveitarfélaganna. Niðurstaða þessarar vinnu er stefnumörkunin sem má finna hér: Stefnumörkun stjórnar og starfsáætlun sem nú þegar er komin til framkvæmda.
Stjórn samtakanna þakkar KPMG fyrir samstarfið og aðildarsveitarfélögunum og þeirra fulltrúum sem tekið hafa þátt í vinnunni.