Orkufundinum hefur verið frestað!!
Orkufundur á vegum Samtaka orkusveitarfélaga verður haldinn í Ráðhúsi Ölfuss 28. maí undir yfirskriftinni Orka og matvælaframleiðsla. Fundurinn hefst kl 14:30 og er gert ráð fyrir að honum ljúki kl: 17:00. Þau sem verða með erindi eru:
- Elliði Vignisson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Ölfuss
- Hörn Heiðarsdóttir, framkvæmdastjóri Earth 2.0
- Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands
- Sesselja Ingibjörg Barðdal Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Eims
- Sveinn Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri Orkídea
Fundinum verður streymt og verða upptökur af honum aðgengilegar á vefsíðu Samtaka orkusveitarfélaga.