Norrænar orkurannsóknir (Nordic Energy Research), kynna skýrslu um verkefnið – Norræn hrein orka
– sviðsmyndir í lausnum fyrir kolefnishlutleysi, þann 7. september 8.00–9.35, á vefnum. Skýrslan fjallar um valkosti og möguleika á kolefnishlutleysi á Norðurlöndunum, en einnig verða pallborðsumræður og fyrirspurnir.
Skýrslan lýsir norræna orkukerfinu og sýnir í þremur sviðsmyndum hvernig Norðurlöndin geta náð þeirri sýn að verða sjálfbærasta og samþættasta svæði í heimi 2030, með því að gera græn umskipti í átt að kolefnishlutleysi að veruleika.
Norrænar hreinar orkusviðsmyndir er ferð í átt að kolefnishlutleysi. Sviðsmyndirnar sýna hvernig tækni- og samfélagsþróun gæti mótað norrænt orkukerfi framtíðarinnar.
Með þátttöku á fundinum fæst innsýn í hvernig Norðurlöndin, með ýmsum tæknilegum og samfélagslegum leiðum, geta náð kolefnishlutleysi.