Vinnufundur um stefnumótun

Vinnufundur með ráðgjafafyrirtækinu KPMG um stefnumótun Samtaka orkusveitarfélaga verður haldinn þann 27. janúar kl. 10:00 – 14:00 á Grand Hótel Reykjavík í Gallerí sal. Fundurinn er staðfundur. Hægt er að skrá sig hér að neðan.

Dagskrá

  1. Formaður stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga, Ása Valdís Árnadóttir, setur fundinn
  2. Hvað hefur verið gert síðustu árin – Bryndís Gunnlaugsdóttir lögfræðingur hjá KPMG
  3. Kaffihlé
  4. Vinnustofa og stefnumótun – Sævar Kristinsson sérfræðingur hjá KPMG
  5. Hádegismatur
  6. Vinnustofa og stefnumótun – framhald
  7. Formaður stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga, Ása Valdís Árnadóttir, slítur fundi