Samband íslenskra sveitarfélaga og Samtök orkusveitarfélaga halda sameiginlegt málþing um vindorku og orkumannvirki. Málþingið fer fram á Grand hóteli, föstudaginn 8. júní nk. kl. 12:30 – 16:30. Innskráning hefst kl. 12:00 og verður hádegisverður jafnframt í boði fyrir þá sem vilja fram að málþinginu. Þátttökugjald er 3.500 krónur.
Dagskrá:
12:00 | Hádegisverður og innskráning |
12:30 | Fundarsetning Ísólfur Gylfi Pálmason, fundarstjóri |
12:40 | Vindorka í nútíð og framtíð Ketill Sigurjónsson |
13:10 | Vindorka í aðalskipulagi Birta Kristín Helgadóttir, umhverfis- og orkuverkfræðingur hjá EFLU |
Sjónarmið | |
13:30 | Ágúst Sigurðsson, Rangárþingi ytra |
13:40 | Kristinn Jónasson, Snæfellsbæ |
13:50 | Stefna í vindorkumálum Auður Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar |
Sjónarmið | |
14:10 | Björgvin Skafti Bjarnason, Skeiða- og Gnúpverjahreppi |
14:20 | Elín Líndal, Húnaþingi vestra |
Kaffihlé | |
15:00 | Lagaumhverfi vindorkuvera Guðjón Bragason, sviðsstjóri lögfræði- og velferðarsviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga |
15:20 | Skattlagning orkumannvirkja Stefán Bogi Sveinsson, formaður Samtaka orkusveitarfélaga |
15:40 | Matsaðferðir vegna skattlagningar orkumannvirkja Ingi Þór Finnsson, deildarstjóri mats- og hagdeildar Þjóðskrár Íslands |
16:00 | Undirbúningur vindorkugarða Guðlaugur Þórarinsson, forstöðumaður; vatnsafl og vindorka, þróunarsvið, Landsvirkjun |
16:20 | Fyrirspurnir og umræður |
16:45 | Málstofulok |