Orkufundur 2013

Þann 4. október 2013 verður orkufundur Samtaka orkusveitarfélaga haldinn. Fundurinn verður haldinn á Hilton í tengslum við fjármálaráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga en fundurinn er hugsaður sem almennur kynningar- og fræðslufundur fyrir starfsmenn, stjórnendur og bæjarfulltrúa aðildarsveitarfélaga. Orkufundurinn er þó opinn öllum.

Dagskrá Orkufundar 2013

Birt með fyrirvara um breytingar

13:00 Setning
Stefán Bogi Sveinsson, formaður SO, gerir grein fyrir starfi samtakanna og setur ráðstefnuna
13:20 Ávarp ráðherra
Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, ávarpar fundargesti
13:40 Undanþáguákvæði laga um skráningu og mat fasteigna
Skarphéðinn Pétursson hrl. hjá Veritas lögmönnum
14:00 Um skatttekjur nærsamfélaga í raforkuvinnslu í Noregi
Ketill Sigurjónsson, sérfræðingur á sviði orkumála
14:20 Úttekt Deloitte á mögulegum skatttekjum af orkuframleiðslu á Íslandi
Hjördís Gunnarsdóttir, lögfræðingur hjá Deloitte
14:40 Umræður og spurningar
15:00 Fundi slitið

Fundarstjóri: Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri Þingeyjarsveitar og stjórnarmaður í SO