Stjórn Samtaka orkusveitarfélaga lagði fram bókun um orkuskipti á stjórnarfundi sínum þann 17. febrúar síðastliðinn.
Á sama fundi var stofnuð starfsnefnd sem hefur það hlutverk að vinna tillögur að breytingum hvað varðar tekjur sveitarfélaga af orkuframleiðslu, leggja fram drög að nýju lagaumhverfi um orkuvinnslu á Íslandi og koma á virku samtali allra hagaðila í samráði við stjórn samtaka orkusveitarfélaga.
Í kjölfarið vill stjórn Samtaka orkusveitarfélaga hér með boða alla kjörna fulltrúa, aðal- og varamenn, framkvæmdastjóra og aðra mögulega lykilstarfsmenn aðildarsveitarfélaga samtakanna á upplýsingafund í fjarfundabúnaði fimmtudaginn 2. mars klukkan 11:00. Áætlað er að fundurinn sé 50 mín.
Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
11:00 | Ása Valdís Árnadóttir, formaður Samtaka orkusveitarfélaga opnar fundinn. |
11:10 | Haraldur Þór Jónsson oddviti og sveitarstjóri Skeiða- og Gnúpverjahrepps fer yfir vinnu sveitarfélagsins síðustu mánuði sem hefur sýnt fram á tjón sveitarfélagsins af orkuvinnslu og hverju þarf að breyta til að frekari orkuvinnsla muni eiga sér stað í sveitarfélaginu. |
11:35 | Jónína Brynjólfsdóttir forseti sveitarstjórnar í Múlaþingi og stjórnarmaður í Samtökum orkusveitarfélaga fer yfir markmið og hlutverk nýstofnaðar starfsnefndar samtakanna um breytingar á tekjum og lagaumhverfi vegna orkuvinnslu. |
11:50 | Fundarslit. |