BBC fjallar um djúpboranir á Íslandi

Á vef BBC má finna ansi áhugaverða umfjöllun um jarðvarmaveitur á Íslandi. Í fréttinni er fjallað um dýpstu borholu sem boruð hefur verið á Íslandi sem er rétt ríflega tveggja kílómetra djúp. Í fréttinni segir að borinn hafi fest sig í sífellu og ýmsar aðferðir hafi verið reyndar til að losa hann, saltsýru hellt í borholuna, en þegar betur var að gáð hafði borinn komist í snertingu við fljótandi hraun og féll holan saman.

Í greininni er rætt við marga íslenska fræðimenn, m.a. við Guðmund Friðleifsson, yfirjarðfræðing hjá HS Orku um djúpboranir, Ásgeir Margeirsson forstjóra, sem og Jon Gluyas, jarðfræðiprófessor við Durham háskóla í Bretlandi.

Á tenglinum hér að neðan má lesa greinina í heild.