Í gær, miðvikudaginn 4. nóvember, áttu fulltrúar Samtaka orkusveitarfélaga fund með fulltrúum Samorku og Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Markmið fundarins var að ræða mögulegar úrbætur á lagaumhverfi orkumála hér á landi með það að markmiðið að auka samfélagslega sátt um orkumál, tryggja orkuöryggi og til að tryggja að skattaumhverfið stuðli að hagkvæmustu nýtingu auðlinda.