Í dag var haldinn aukaaðalfundur Samtaka orkusveitarfélaga. Fundurinn var haldinn í fjarfundarbúnaðinum Teams og var þátttakan mjög góð. Á fundinum voru lagðar fram tillögur frá starfsnefnd samtakanna er varðar tekjur sveitarfélaga af orkuframleiðslu. Voru tillögurnar samþykktar með miklum meirihluta.
Í tillögunum er að finna aðferð sem hægt væra styðjast við vegna útreikninga á skiptingu tekna vegna orkuvinnslu. Hægt er að nálgast tillögurnar hér: Tillögur starfsnefndar.
Samtök orkusveitarfélaga mun kynna þessa aðferð um möguleika á útreikningum til viðeigandi aðila í áframhaldandi baráttu samtakanna til að fá sanngjarnar tekjur til nærsamfélagsins af orkumannvirkjum.