Samtök orkusveitarfélaga fagna því að fjármála- og efnahagsráðherra hafi skipað starfshóp sem falið er að hefja skoðun á skattalegu umhverfi orkuvinnslu og að hópurinn eigi að skila tillögum sínum og eftir atvikum drögum að breytingum á löggjöf til ráðherra eigi síðar en 31. október 2023. Markmið starfshópsins er að skapa nýja skattalega umgjörð fyrir vinnsluna og kanna leiðir til að ávinningur vegna auðlindanýtingar, þ.m.t. vegna orkuframleiðslu, skili sér í ríkari mæli til nærsamfélaga og þeirra aðila sem fyrir áhrifum verða.
Nánar um starfshópinn er að finna hér : Starfshópur skoðar skattalegt umhverfi orkuvinnslu