Ný stjórn samtakanna

stefan-bogiStefán Bogi Sveinsson, bæjarfulltrúi á Fljótsdalshéraði, var kjörinn formaður Samtaka orkusveitarfélaga á aðalfundi samtakanna sem fram fór í liðinni viku. Stefán Bogi tekur nú við formennskunni af Gunnari Þorgeirssyni, oddvita Grímsnes- og Grafningshrepps.

Á fundinum var einnig samþykkt inntökubeiðni Blönduósbæjar í samtökin og eru aðildarsveitarfélögin þar með orðin 21 talsins.

Samtök orkusveitarfélaga voru stofnuð árið 2011 og er markmið þeirra einkum að standa vörð um hagsmuni aðildarsveitarfélaga í öllum málum sem tengjast byggingu orkuvera og virkjana, orkunýtingu, fjárhagslegum hagsmunum í þessu sambandi og umhverfismálum.

Megináhersla hefur verið lögð á að þrýsta á um nauðsynlegar breytingar í skattaumhverfi orkuframleiðslu, með áherslu á fasteignagjöld, en einnig hafa samtökin látið sig varða lagaumhverfi vindorkuframleiðslu ásamt fleiri þáttum.

Á fundinum var ný stjórn samtakanna kjörin til næstu tveggja ára. Hana skipa eftirtaldir:

 • Stefán Bogi Sveinsson, Fljótsdalshéraði, formaður
 • Árni Eiríksson, Flóahreppi
 • Dagbjört Jónsdóttir, Þingeyjarsveit
 • Gunnar Þorgeirsson, Grímsness- og Grafningshreppi
 • Kristín María Birgisdóttir, Grindavíkurbæ
 • Sigrún Hauksdóttir, Húnavatnshreppi
 • Unnur Lára Bryde, Hafnarfjarðarbæ
 • Arnar Þór Sævarsson, Blönduósbæ, varafulltrúi
 • Gunnsteinn Ómarsson, Ölfusi, varafulltrúi
 • Nanna Jónsdóttir, Ásahreppi, varafulltrúi
 • Þorsteinn Gunnarsson, Skútustaðahreppi, varafulltrúi

Nánari upplýsingar um aðalfundinn og samtökin veita Stefán Bogi Sveinsson, formaður, í síma 694-5211 og á netfanginu stefanbogi@egilsstadir.is og Valur Rafn Halldórsson, starfsmaður samtakanna, í síma 515-4915 og á netfanginu valur.rafn.halldorsson@samband.is.