Fundur með iðnaðarráðherra

20120907_131153

Þann 10. júlí sl. fundaði stjórn Samtaka orkusveitarfélaga með iðnaðarráðherra. Tilgangur fundarins var að kynna samtökin fyrir ráðherra og ræða við hana um helstu áherslur samtakanna. Fundurinn gekk vel og var ráðherra afhent minnisblað þar sem fjallað var stuttlega um samtökin. Minnisblaðið má nálgast hér: (sjá viðhengi)

Næsti fundur stjórnar verður haldinn 28. ágúst nk. og á þeim fundi verður stefnumörkun samtakanna tekin fyrir en engar athugasemdir bárust frá aðildarsveitarfélögum.